6. ágúst 2025

Það eru ekki fordæmalausir tímar

Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti í Norðausturkjördæmi, skrifar um aðlögunarviðræður ríkisstjórnarinnar í ESB-málum. Ræða þurfi hreinskilnislega hvort Íslendingar vilji halda viðræðunum áfram á eðlilegum grunni en ekki í feluleik fyrir allra augum. Ábyrgðar­hluti sé að stjórn­mála­menn hræði ekki þjóð sína til að af­sala sér full­veldi þjóðar­inn­ar, sem við sótt­um með áræði og framtíðar­sýn, vegna þess að það eru „for­dæma­laus­ir tím­ar“. 

---

Árið 1944 voru Evr­ópa og Asía rúst­ir ein­ar eft­ir heims­styrj­öld sem þó var ekki lokið. Á þeim tíma­punkti ákvað 145 þúsund manna fá­tæk þjóð að lýsa yfir sjálf­stæði frá Dön­um. Ári seinna var kjarn­orku­sprengj­um varpað á tvær borg­ir í Jap­an. Ára­tug­ina á eft­ir, und­ir for­ystu stjórn­mála­manna sem höfðu framtíðar­sýn fyr­ir hags­mun­um Íslands, tók­um við slag­inn við eina af stórþjóðum Evr­ópu um stækk­un land­helg­inn­ar, sem lauk með fullnaðarsigri Íslands fyr­ir um hálfri öld. Við get­um verið þakk­lát fyr­ir að hafa átt stjórn­mála­menn sem settu hags­muni Íslands í fyrsta sæti.

Við erum stofnaðilar að NATO og í 74 ár höf­um við verið með varn­ar­samn­ing við stærsta og öfl­ug­asta her­veldi mann­kyns­sög­unn­ar. Eng­in önn­ur varn­ar­banda­lög eða samn­ing­ar geta komið í staðinn fyr­ir það sam­komu­lag. Í rúma þrjá ára­tugi höf­um við tryggt viðskipta­lega hags­muni Íslend­inga með EES-samn­ingn­um, án þess þó að gefa eft­ir full­veldi eða sjálf­stæði þjóðar­inn­ar. Staða Íslands gagn­vart alþjóðasam­fé­lag­inu er góð. Því er það hálf an­kanna­legt, þegar litið er á sög­una, að hlusta á for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­inn­ar tala um að nú séu uppi for­dæma­laus­ir tím­ar og á þeim for­send­um eigi að fara í frek­ara varn­ar­sam­starf við Evr­ópu­sam­bandið með það enda­mark­mið að ganga í sam­bandið.

Evr­ópa glím­ir við risa­vax­in vanda­mál heima fyr­ir. Afl­vél álf­unn­ar, Þýska­land, er í efna­hags­legri niður­sveiflu sem sér ekki fyr­ir end­ann á. Frakk­land er skuld­um vafið og Ítal­ía er búin að vera í efna­hagskrísu í lang­an tíma. At­vinnu­leysi ungs fólks er viðvar­andi vanda­mál í Evr­ópu­sam­band­inu og er í kring­um 15% að meðaltali, en er í sum­um lönd­um sam­bands­ins 25-30%. Drag­hi-skýrsl­an sem kom út síðastliðið ár dreg­ur upp dökka mynd af stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins. Yf­ir­hlaðið reglu­verk og skriffinnska hafa orðið til þess að at­vinnu­lífið og ný­sköp­un í sam­band­inu hafa orðið und­ir í alþjóðlegri sam­keppni. Frum­kvöðlar og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki leita út fyr­ir Evr­ópu til að byggja upp ný fyr­ir­tæki á sviði gervi­greind­ar og í öðrum hug­verkaiðnaði vegna þung­lama­legs reglu­verks og skattaum­hverf­is. Þetta eru bara nokkr­ar af þeim áskor­un­um sem blasa við Evr­ópu­sam­band­inu og á þá eft­ir að nefna stöðu inn­flytj­enda og stríðsrekst­ur.

Á þess­um for­send­um þarf að ræða hvort Íslend­ing­ar vilji halda áfram aðlög­un­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið, því það er ekk­ert sem heit­ir að „kíkja í pakk­ann“. Þetta er áfram­hald að aðlög­un, ekki aðild­ar­viðræður. Það er ábyrgðar­hluti að stjórn­mála­menn hræði ekki þjóð sína til að af­sala sér full­veldi þjóðar­inn­ar, sem við sótt­um með áræði og framtíðar­sýn, vegna þess að það eru „for­dæma­laus­ir tím­ar“. Við sem trú­um, að hags­mun­um þjóðar­inn­ar sé bet­ur borgið utan sam­bands­ins hræðumst ekki umræðuna um hvað sé best fyr­ir Ísland.


Jens Garðar Helgason
vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og oddviti í Norðaust­ur­kjör­dæm­i