6. ágúst 2025

Fótboltamót og partýbingó hjá Verði

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, heldur fótboltamót á Þórsvellinum og verður í kjölfarið með partýbingó á Vamos föstudaginn 8. ágúst nk.

Fótboltamótið hefst kl. 18:00. Fríar pylsur og drykkir á meðan birgðir endast. Vinningar í boði!

Nauðsynlegt er að skrá sig í skráningarskjali ásamt því að greiða þátttökugjaldið, 3.500 kr. á mann. Nánari upplýsingar eru í skráningarskjalinu.

Fótboltamótið á facebook


Partýbingó Varðar verður svo haldið á Vamos á föstudagskvöldið kl. 22:00. Partýstjórar verða Tony og Svens en þeir hafa skapað sér gott nafn fyrir austan með partýbingóunum sínum en þeir sáu t.d. um partýbingó fyrir SUS á síðasta landsfundi.

Verð:
1 spjald á 1.500 kr.
2 spjöld á 2.500 kr.

Partýbingóið á facebook


Hlökkum til að sjá ykkur!


Stjórn Varðar, f.u.s. á Akureyri