Velkomin

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Bæjarmálafundur

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 15. september kl. 17:30.

Golfmót

Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

48. sambandsþings SUS

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna boðar til 48. sambandsþings SUS helgina 3. - 5. október 2025.
Sjá alla viðburði

Fréttir og greinar


Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 6. október 2025
Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 11. október kl. 10:30. Jón Gunnarsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt almennt um stöðuna í pólitíkinni. Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis. Heitt á könnunni - allir velkomnir.
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 5. október 2025
Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á 48. sambandsþingi SUS sem fram fór í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti. Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson, formaður KUSNA, voru kjörin fyrsti og annar varaformaður en engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Á þinginu lagði Viktor Pétur Finnsson, fráfarandi formaður, jafnframt fram tillögu að nýju merki sambandsins sem var samþykkt einróma af þinginu. Þetta var í fyrsta sinn í 42 ár sem þing SUS er haldið í höfuðborginni, en síðast var það haldið í Reykjavík árið 1983 þegar Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður sambandsins. Þing SUS eru haldin á tveggja ári fresti en þar er kjörin ný stjórn og mótuð stefna sambandsins. 330 manns voru skráðir á þingið, sem er með fjölmennari þingum sambandsins. Í framboðsræðu sinni benti Júlíus meðal annars á það að þingið væri fjölmennara en nýafstaðið landsþing Viðreisnar. „SUS er ekki aðeins stærra en hreyfingin þeirra, þetta sambandsþing er stærra en allt landsþing Viðreisnar. Þegar við sem ungliðahreyfing skákum heilum flokki í ríkisstjórn, þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt,“ sagði Júlíus í ræðu sinni Júlíus lagði í ræðu sinni áherslu á að ungt fólk innan sambandsins hefði mikilvægu hlutverki að gegna í því að móta stefnu flokksins og halda hugmyndafræðinni lifandi. Hann segir ungt fólk ekki vera aukaleikara í Sjálfstæðisflokknum, heldur hugmyndafræðilegt hjarta hans. Meðal þess sem Júlíus talaði fyrir í ræðu sinni var að ríkið hyrfi af húsnæðismarkaði, skýrari stefnu í útlendingamálum og gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Auk formanns og varaformanna hlutu eftirtaldir kjör til stjórnar (fulltrúar Norðausturkjördæmis eru feitletraðir): Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir Alda María Þórðardóttir Atli Dagur Guðmundsson Berglind Haraldsdóttir Birkir Ólafsson Birkir Óli Gunnarsson Birkir Örn Þorsteinsson Björn Gunnar Jónsson Bríet Magnúsdóttir Daníel Hjörvar Guðmundsson Dóra Tómasdóttir Einar Arnalds Kristjánsson Einar Freyr Guðmundsson Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir Franklín Ernir Kristjánsson Geir Zoega Guðni Kjartansson Halla Margrét Hilmarsdóttir Halldór Lárusson Helgi Rafn Bergþórsson Hermann Borgar Jakobsson Hermann Nökkvi Gunnarsson Ísak Svavarsson Jóhann Daði Gíslason Kjartan Leifur Sigurðsson Kristín Alda Jörgensdóttir Logi Stefánsson Logi Þór Ágústsson Magnús Benediktsson Oddur Stefánsson Oliver Einar Nordquist Pétur Orri Pétursson Ragnheiður Arnarsdóttir Signý Pála Pálsdóttir Sóley Halldórsdóttir Sölvi Guðmundsson Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir Stephanie Sara Drífudóttir Telma Ósk Þórhallsdóttir Unnur Elín Sigursteinsdóttir
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 3. október 2025
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 6. október kl. 17:30. Bæjarfulltrúar fara yfir helstu framkvæmdamál sem eru í gangi og eru í bígerð hjá Akureyrarbæ. Fundarstjóri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Allir velkomnir - heitt á könnunni.
21. september 2025
Í gær 20. september voru liðnir sjö mánuðir frá því að ósk níu þingmanna um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ynni skýrslu vegna lokunar austur- vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar var samþykkt á Alþingi. Vegna þessara miklu tafa sem hafa orðið á afhendingu skýrslunnar og nú þegar nýtt þing er hafið þarf á nýjan leik að leggja fram beiðni um að þessi skýrsla sé unnin. Saga máls Í byrjun febrúar á þessu ári kom upp sú sérkennilega staða þegar austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað. Reykjavíkurborg hafði ekki staðið við skuldbindingar sínar um að fella tré í Öskjuhlíðinni sem vaxið höfðu upp í hindrunarfleti Reykjavíkurflugvallar og ekki hægt að tryggja hindrunarlaust aðflug og brottflug frá austur-vestur brautinni (flugbraut 13/31). Í skýrslubeiðninni er óskað eftir tímalínu á samskiptum þeirra aðila sem koma að málinu frá því í apríl 2013. Tilskipun Samgöngustofu Samgöngustofa gaf út tilskipun vegna málsins þar sem sagði m.a: „Hvorki Isavia innanlandsflugvöllum né Samgöngustofu hefur tekist að fá hindranir fjarlægðar þrátt fyrir skýr ákvæði Skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar og hefur Reykjavíkurborg verið veittur frestur til 17. febrúar nk. til að upplýsa Samgöngustofu um hvernig staðið verður að uppfyllingu þeirra krafna. Samgöngustofa beinir þeim fyrirmælum hér með til Isavia innanlandsflugvalla að takmarka notkun flugbrautar 13/31 þannig að flugbrautin sé ekki notuð til flugtaks og lendinga sem reynir á þá hindranafleti sem ekki eru hindranafríir. Þetta felur í sér að loka skal fyrir lendingar á flugbraut 13 og flugbraut 31, og að loka skal fyrir flugtök á flugbraut 13. Með vísan í fyrri samskipti þá ítrekar Samgöngustofa að bannið nær einnig til sjúkraflugs. Nota má flugbraut 31 til flugtaks og til aksturs loftfara og ökutækja.“ Um hvað er beðið í skýrslubeiðninni: Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytji Alþingi skýrslu um framkvæmd Samgöngustofu við lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar og viðbrögð Reykjavíkurborgar við erindum stofnunarinnar, m.a. með tilliti til meginreglna stjórnsýsluréttar. Í skýrslunni verði fjallað um eftirfarandi atriði: 1. Samskipti Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu, Isavia og eftir atvikum annarra aðila í aðdraganda lokunar flugbrautarinnar og tímalínu málsins frá undirritun samkomulags ríkisins og Reykjavíkurborgar um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli frá 19. apríl 2013. 2. Verklag og verklagsreglur Samgöngustofu og Isavia við lokun flugbrauta. 3. Hvort verklag Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda lokunarinnar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. 4. Hvort Reykjavíkurborg hafi fylgt skipulagsreglum um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2009. 5. Hvort framkvæmd lokunar flugbrautarinnar og háttsemi Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Isavia hafi verið í samræmi við ákvæði laga um loftferðir, nr. 80/2022, m.a. með tilliti til flugöryggis og almannaöryggis. 6. Hvort samningsaðilar hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar um fellingu trjáa í Öskjuhlíð. 7. Hvernig staðið var að skipun starfshóps vegna setningar skipulagsreglna fyrir Reykjavíkurflugvöll, sbr. 1. mgr. 147. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, og hvernig vinnu starfshópsins hefur miðað. Almannaöryggi Lokun flugbrautarinnar setti sjúkraflugið í landinu í alvarlega stöðu. Lokunin á sínum tíma kom til þess að ekki var vilji hjá Reykjavíkurborg til að standa við skyldur sínar. Borgaryfirvöld höfðu vitað af þessu vandamáli í að minnsta kosti áratug. Reykjavíkurflugvöllur er eitt af helstu öryggismannvirkjum landsins. Því er um grundvallarhagsmuni að ræða sem varðar öryggi landsmanna. Í 150. grein laga um loftferðir eru til staðar skýrar heimildir Samgöngustofu um það hvernig megi koma í veg fyrir að þessa ótrúlega staða hafi komið upp 8.febrúar síðastliðinn. Þeir þingmenn sem óska eftir að þessi skýrsla verði unnin telja eðlilegt að tekin verði saman gögn um það hvernig lokunin atvikaðist og hvort almannaöryggis hafi verið gætt í því ferli, í samskiptum Samgöngustofu, Reykjavíkurborgar og Isavia Innanlands Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Sýna meira
Fleiri fréttir