5. október 2025

Júlíus Viggó kjörinn formaður SUS - nýtt merki kynnt

Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á 48. sambandsþingi SUS sem fram fór í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti. 

Tinna Eyvindardóttir og Anton Berg Sævarsson, formaður KUSNA, voru kjörin fyrsti og annar varaformaður en engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. 

Á þinginu lagði Viktor Pétur Finnsson, fráfarandi formaður, jafnframt fram tillögu að nýju merki sambandsins sem var samþykkt einróma af þinginu. Þetta var í fyrsta sinn í 42 ár sem þing SUS er haldið í höfuðborginni, en síðast var það haldið í Reykjavík árið 1983 þegar Geir H. Haarde var endurkjörinn formaður sambandsins.

Þing SUS eru haldin á tveggja ári fresti en þar er kjörin ný stjórn og mótuð stefna sambandsins. 330 manns voru skráðir á þingið, sem er með fjölmennari þingum sambandsins. Í framboðsræðu sinni benti Júlíus meðal annars á það að þingið væri fjölmennara en nýafstaðið landsþing Viðreisnar. 

„SUS er ekki aðeins stærra en hreyfingin þeirra, þetta sambandsþing er stærra en allt landsþing Viðreisnar. Þegar við sem ungliðahreyfing skákum heilum flokki í ríkisstjórn, þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt,“ sagði Júlíus í ræðu sinni

Júlíus lagði í ræðu sinni áherslu á að ungt fólk innan sambandsins hefði mikilvægu hlutverki að gegna í því að móta stefnu flokksins og halda hugmyndafræðinni lifandi. Hann segir ungt fólk ekki vera aukaleikara í Sjálfstæðisflokknum, heldur hugmyndafræðilegt hjarta hans. 

Meðal þess sem Júlíus talaði fyrir í ræðu sinni var að ríkið hyrfi af húsnæðismarkaði, skýrari stefnu í útlendingamálum og gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. 

Auk formanns og varaformanna hlutu eftirtaldir kjör til stjórnar
(fulltrúar Norðausturkjördæmis eru feitletraðir):

Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir
Alda María Þórðardóttir
Atli Dagur Guðmundsson
Berglind Haraldsdóttir
Birkir Ólafsson
Birkir Óli Gunnarsson
Birkir Örn Þorsteinsson
Björn Gunnar Jónsson
Bríet Magnúsdóttir
Daníel Hjörvar Guðmundsson
Dóra Tómasdóttir
Einar Arnalds Kristjánsson
Einar Freyr Guðmundsson
Embla Kristín Blöndal Ásgeirsdóttir
Franklín Ernir Kristjánsson
Geir Zoega
Guðni Kjartansson
Halla Margrét Hilmarsdóttir
Halldór Lárusson
Helgi Rafn Bergþórsson
Hermann Borgar Jakobsson
Hermann Nökkvi Gunnarsson
Ísak Svavarsson
Jóhann Daði Gíslason
Kjartan Leifur Sigurðsson
Kristín Alda Jörgensdóttir
Logi Stefánsson
Logi Þór Ágústsson
Magnús Benediktsson
Oddur Stefánsson
Oliver Einar Nordquist
Pétur Orri Pétursson
Ragnheiður Arnarsdóttir
Signý Pála Pálsdóttir
Sóley Halldórsdóttir
Sölvi Guðmundsson
Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir
Stephanie Sara Drífudóttir
Telma Ósk Þórhallsdóttir
Unnur Elín Sigursteinsdóttir