SKRÁNING Í HAMBORGARAVEISLUNA Á LOKAHÓFINU HÉR FYRIR NEÐAN
Nú sveiflum við til golfveislu!
Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Golfmótið fer fram fimmtudaginn 18. september á Jaðarsvelli og verður hafið leik á öllum 9 teigunum samtímis kl. 17:30. Því ekki seinna vænna en að fara æfa golfsveifluna! Athugið að takmarkaður fjöldi er í boði.
Skráning er hafin inná Golfbox. Þeir sem ekki eru með Golfbox eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Golfklúbbs Akureyrar á netfanginu: gagolf@gagolf.is.
Leikið verður með fyrirkomulagið Texas Scramble þar sem leika tveir leikmenn saman í liði. Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna. Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og hefur fyrirkomulagið notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót.
Á mótinu verða veitt vegleg verðlaun, nándarverðlaun, lengsta teighögg og fleira skemmtilegt.
Að loknu móti verður haldið lokahóf á Jaðar Bistro, þar sem verðlaunaafhending og önnur dagskrá fer fram. Einnig verður boðið uppá veglega hamborgaraveislu á 3.500kr. Lokahófið er opið öllum. Skráning í hamborgaraveisluna fer fram hér á íslending.is. Barinn opinn.