Fréttir

Hittu þingflokkinn á opnum fundi á Akureyri 24. febrúar

Hittu þingflokkinn á opnum fundi á Akureyri 24. febrúar

Laugardaginn 24. febrúar kl. 16:30 verður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Geislagötu 5 (2. hæð) á Akureyri. Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og eiga samtal um þau málefni sem helst brenna á.

Að loknum aðalfundi Varnar

Að loknum aðalfundi Varnar

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 þann 15. febrúar sl. Gerður Ringsted var kjörin formaður Varnar. Gerður var varaformaður Varnar 2012-2023 og hefur gegnt formennsku frá haustinu 2023.

Telma Ósk kjörin formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri

Telma Ósk kjörin formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri

Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn í Geislagötu 5 þann 15. febrúar sl. Telma Ósk Þórhallsdóttir var kjörin formaður Varnar. Hún er þriðja konan sem gegnir formennsku í félaginu í sögu þess.

Fundur með Diljá Mist

Fundur með Diljá Mist

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri stendur fyrir léttu spjalli með Diljá Mist, þingmanni flokksins, næstkomandi sunnudag klukkan 16:30 á Bláu könnunni.

Bæjarmálafundur 19. febrúar

Bæjarmálafundur 19. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 19. febrúar kl. 17:30. Farið verður yfir helstu mál sem verða á dagskrá bæjarstjórnarfundar. Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi, fjallar um helstu skipulagsmál bæjarins og málefni Norðurorku. Allir velkomnir - heitt á könnunni

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 29. febrúar

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 29. febrúar

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl 20:00 að Geislagötu 5, gengið inn að norðan. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Umræðufundur með Óla Birni 17. febrúar

Umræðufundur með Óla Birni 17. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (2. hæð - gengið inn að norðan) laugardaginn 17. febrúar kl. 11:00. Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrrum þingflokksformaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt almennt um stöðuna í pólitíkinni. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook