Umræðufundur með Berglindi Ósk og Bryndísi 13. apríl

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (2. hæð - gengið inn að norðan) laugardaginn 13. apríl kl. 11:00.

Í fundarbyrjun horfum við á ávarp Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi á Hilton í Reykjavík. Að því loknu hefst formlegur fundur hjá okkur.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, og Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs, flytja þar framsögu um menntamál og svara fyrirspurnum.

Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis.

 

Heitt á könnunni - allir velkomnir.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook