Staðan góð þrátt fyrir ýmis áföll í þjóðfélaginu

Staða ís­lensks efna­hags­lífs og op­in­berra fjár­mála er góð í sam­an­b­urði við flest önn­ur lönd í Evr­ópu, að mati fjár­málaráðs, en það skilaði ár­legri álits­gerð sinni á fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þriðju­dag­inn.

Seg­ir í álits­gerðinni að ís­lenskt efna­hags­líf hafi orðið mun fjöl­breytt­ara á síðustu ára­tug­um en áður var og viðbragðsþrótt­ur þess við áföll­um auk­ist. Tel­ur ráðið þó þörf á að huga bet­ur að því að verja ís­lenskt efna­hags­líf fyr­ir áföll­um.

Njáll Trausti Friðberts­son vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að staðan sé mjög góð og í raun furðugóð miðað við þau áföll sem hafa dunið á und­an­far­in fimm ár.

„Við stönd­um miklu bet­ur en við gerðum þegar við vor­um í fjár­laga­nefnd í mars 2020, við upp­haf kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, og vor­um að rýna í áætl­un­ina fyr­ir árin 2021-2025. Sem bet­ur fer hafa horf­urn­ar ekki ræst eins og þá var spáð. Þegar horft er á stóru mynd­ina hef­ur þetta allt farið mun bet­ur en á horfðist þá.“ 

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook