Heimilt ađ fá hausverk um helgar

Ég hef lagt fram frumvarp á Alţingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrđi laganna um ađ sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háđ fjarlćgđ frá apóteki. Međ öđrum orđum ađ heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum.

Međ ţví ađ víkka út undanţáguheimild til ađ selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum vćri međ tiltölulega einföldum hćtti hćgt ađ koma betur til móts viđ ţarfir neytenda, auka ađgengi, auka samkeppni og lćkka verđ á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur ţegar heimilađ tilteknum almennum verslunum ađ selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja.

Ţetta litla skref myndi fćra fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nćr ţví sem gengur og gerist á Norđurlöndunum. Sala lausasölulyfja er ađ meginstefnu heimiluđ í almennum verslunum á hinum Norđurlöndunum. Í skýrslu norrćnu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norđurlöndunum er tekiđ undir ţađ sjónarmiđ ađ međ aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda ţví fram ađ ţjónusta viđ almenning batni og verđ á lausasölulyfjum lćkki

Stórbćtt heilbrigđisţjónusta

Heilbrigđisţjónustan hefur veriđ í brennidepli undanfarin misseri og yrđi ţessi breyting liđur í ţví ađ efla heilbrigđisţjónustu um landiđ allt. Ađ fólk eigi ţann kost á ađ fá hita- eđa verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Ađ barnafólk ţurfi ekki ađ vita nákvćmlega hvenćr ţörf er á ađ eiga birgđir af stílum, ţví veikindi barna gera sjaldnast bođ á undan sér.

Breytingin er í fullkomnu samrćmi viđ markmiđ lyfjalaga um nćgilegt frambođ af nauđsynlegum lyfjum međ öryggi sjúklinga ađ leiđarljósi og međ sem hagkvćmastri dreifingu lyfja á grundvelli eđlilegrar samkeppni

En hvernig er ţetta í framkvćmd?

Skýr umgjörđ er utan um lyfseđilsskyld lyf sem eđli málsins samkvćmt krefjast ţess. Ţá ţurfa einstaklingar sérstaka heimild lćknis til ađ fá ađ kaupa ţau. Á markađi eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áđur hefur mjög ţröngur rammi veriđ ţeim settur í íslenskri löggjöf og ţar til upphaf síđasta árs máttu ađeins apótek eđa útibú ţeirra selja lausasölulyf.

Nú eru 13 almennar verslanir međ heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landiđ allt. Ţađ eina sem gerir ţessar verslanir frábrugđnar öđrum almennum verslunum er hversu langt er í nćsta apótek eđa lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viđmiđ um fjarlćgđ frá nćsta apóteki. Ţađ er mikilvćgt ađ halda ţví til haga ađ ađrar verslanir sem eru innan fjarlćgđarmarka frá apótekum hljóta ađ vera ekki síđur fćrar um ađ tryggja rétta međferđ, gćđi og öryggi lyfja. Rökin fyrir ţví ađ veita ađeins almennum verslunum undanţágu sem uppfylla ţetta 20 kílómetra skilyrđi frá apóteki halda illa vatni.

Ég er bjartsýn um ađ ţessi eđlilega breyting nái fram ađ ganga. Ţetta er í senn ađgerđ til ađ tryggja jafnrćđi milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víđsvegar um landiđ.


Berglind Ósk Guđmundsdóttir
alţingismađur


Greinin birtist á visir.is 26. október 2022.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook