Flýtilyklar
Harpa Halldórsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs
Harpa Halldórsdóttir var kjörin formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á framhaldsaðalfundi á Hótel KEA í gærkvöldi. Harpa sigraði í formannsslag við Ásgeir Örn Blöndal, fráfarandi formann. Harpa hlaut 27 atkvæði en Ásgeir hlaut 26. Harpa gegndi áður formennsku í fulltrúaráðinu á árunum 2016-2018.
Aðalfundur fulltrúaráðsins var settur að kvöldi fimmtudagsins 23. febrúar sl. að loknum aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar en frestað að því loknu og síðar ákveðið að hann héldi áfram þriðjudaginn 28. febrúar.
Auk Hörpu voru Jóhann Gunnarsson, Ragnar Ásmundsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir kjörin í aðalstjórn fulltrúaráðs á aðalfundinum.
Auk þeirra sitja formenn sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í stjórn fulltrúaráðs;
Hildur Brynjarsdóttir, formaður Varnar - félags sjálfstæðiskvenna
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, formaður Varðar - félags ungra sjálfstæðismanna
Kristinn Frímann Árnason, formaður Sjálfstæðisfélags Hríseyjar
Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis
Þórhallur Jónsson, formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Í varastjórn fulltrúaráðs voru kjörin; Svava Þ. Hjaltalín, Jón Orri Guðjónsson, Ólafur Rúnar Ólafsson og Þórunn Sif Harðardóttir.