Flýtilyklar
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 18. mars
Boðað er til aðalfundar kjördæmisráðsins í Norðausturkjördæmi laugardaginn 18. mars 2023 á Hallormsstað í Múlaþingi á Austurlandi og hefst fundurinn kl. 12:30, ath. breyttan fundartíma.
Þinggjald er 3.500 kr. og er ekki posi á staðnum þannig að það þarf að millifæra á kt. 690169-7119, b.nr. 565-26-1795 eða koma með seðla til að greiða gjaldið.
Dagskrá aðalfundar kjördæmisráðs:
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar kjördæmisráðsins
2. Ákvörðun árgjalds
3. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
4. Lagabreytingar
5. Kosningar:
a) Kosning formanns
b) Kosning 14 stjórnarmanna
c) Kosning 15 varamanna
6. Málefnavinna – Vinnustofa um loftslags- og orkumál:
Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, orku-, umhverfis- og loftslagsmálaráðherra
7. Kosning í miðstjórn - 1 aðalmaður og 1 varamaður
8. Kosning kjörnefndar
9. Kosning fulltrúa í flokksráð skv. 9. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins
10. Önnur mál
Formaður vill minna formenn félaga innan kjördæmisins að vera búnir að halda aðalfundi tímanlega, minnst fjórum dögum fyrir aðalfundinn 18. mars 2023 og vera búnir að skila inn aðalfundarskýrslu til Valhallar.
Á aðalfundinn eiga seturétt þeir félagar sem kjörnir hafa verið á aðalfundi síns félag. Hægt er að sjá inn á Mínar síður á vef Sjálfstæðisflokksins skráða félagsaðild og hvort að þú eigir rétt á setu á aðalfundinum. Nánari upplýsingar getur Valhöll veitt eða formaður þíns félags.
F.h. stjórnar kjördæmisráðsins
Þórhallur Harðarson, formaður