Metnađarfull áćtlun fyrir sveitarfélagiđ

Ţá er fyrsta fjárhagsáćtlun nýs meirihluta ađ líta dagsins ljós. Ég er virkilega ánćgđur međ niđurstöđuna og tel okkur hafa náđ ađ setja fram metnađarfulla áćtlun fyrir sveitarfélagiđ okkar. Ţar er horft til framtíđar og mikilvćgi ţess ađ byggja sveitarfélagiđ upp. Viđ viljum ađ sveitarfélagiđ sé samkeppnishćft viđ önnur sveitarfélög og ađ ţađ ţyki góđur kostur fyrir fólk ađ lifa og starfa í.

Eitt af markmiđum okkar er ađ reyna eftir fremsta megni ađ draga úr álögum á íbúa sveitarfélagsins. Eins og fólki er kunnugt hefur fasteignaverđ hćkkađ töluvert síđustu misserin. Viđ í meirihlutanum höfum ákveđiđ ađ bregđast viđ ţví međ ţví ađ lćkka fasteignaskattsprósentuna ţannig ađ hćkkun fasteignaskatts verđi ekki eins mikil og stefndi í. Viđ ákváđum einnig ađ hćkka ekki gjaldskrá fyrir dvalartíma barna í leikskólum til ađ draga úr álögum á unga fólkiđ okkar. Á nćstu árum munum viđ finna leiđir til lćkka álögur á bćjarbúa enn frekar.

Heilsueflandi samfélag er eilíft verkefni í öllum sveitarfélögum en viđ erum í okkar fjárhagsáćtlun ađ búa til umhverfi og ađstćđur sem stuđla ađ heilbrigđum lifnađarháttum, heilsu og vellíđan allra íbúa. Viđ erum ţví m.a. ađ hćkka frístundastyrkinn og bjóđa bćjarbúum upp á lýđheilsukort á góđum kjörum sem mun nýtast fjölskyldum til ađ efla heilbrigđan lífsstíl. Viđ munum síđan skođa vel hvort viđ getum ekki ţróađ ţađ kort á nćstu árum ţannig ađ ţađ nýtist enn fleirum.

Ţađ er jákvćđ niđurstađa ađ ríkiđ ćtli ađ taka meiri hlutdeild í málaflokki fatlađs fólks. Mikilvćgt er ađ stytta biđtíma ţeirra sem eru á biđ eftir ţjónustuíbúđum í búsetukjörnum. Ljóst er ađ Hafnarstrćti 16 verđur tilbúiđ áriđ 2024. En samhliđa ţeirri uppbyggingu höfum viđ ákveđiđ ađ flýta framkvćmdum viđ búsetukjarna fyrir fatlađ fólk í Nonnahaga. Viđ höfum einnig sett aukiđ fjármagn í stofnframlög til bygginga óhagnađardrifinna íbúđa sem vonandi styttir biđtíma eftir félagslegu leiguhúsnćđi.

Í framkvćmdaráćtlun 2023–2026 er t.d. gert ráđ fyrir áframhaldandi uppbyggingu á KA-svćđinu, Hlíđarfjalli, Glerárskóla, skólalóđinni í Síđuskóla, Móahverfi, gervigras á Ţórsvellinum ásamt fleirum mikilvćgum verkefnum.

Viđ munum leggja ríka áherslu á ábyrga og trausta fjármálastjórnun á kjörtímabilinu. Hún felst í ţví ađ jafnvćgi sé í rekstri og rekstrarniđurstöđu sveitarfélagsins. Ţá ţarf ađ leita leiđa til ađ greiđa niđur lán og reyna ađ takmarka nýjar lántökur.

Ţađ teljum viđ ađ okkur hafi tekist í ţessari fjárhagsáćtlun ţó svo ađ stefnt sé ađ töluverđri uppbyggingu í sveitarfélaginu á kjörtímabilinu.

 

Heimir Örn Árnason

forseti bćjarstjórnar og oddviti Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook