Yfirlýsing frá bćjarfulltrúum Sjálfstćđisflokksins á Akureyri vegna sameiningaráforma MA og VMA

Bćjarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins á Akureyri telja ađ of geyst sé af stađ fariđ međ sameiningaráformum framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og skora á ţau sem ađ vinnunni koma ađ staldra viđ og endurskođa forsendur mögulegrar sameiningar.

Viđ teljum niđurstöđu stýrihópsins og ráđherra hvorki vera í anda nýrra farsćldarlaga né menntastefnu stjórnvalda. Líkt og bent hefur veriđ á ţá eru fjölmörg atriđi í skýrslu stýrihópsins sem orka tvímćlis.

Ákvörđun um sameiningu ţessara rótgrónu skóla ţarf ađ skila öđru og meira en mögulegri hagrćđingu í rekstri. Tryggja ţarf ađ nemendur hafi val um ekki einungis námsleiđir heldur einnig námsumhverfi sem uppfyllir fjölbreyttar ţarfir nemenda.

Nauđsynlegt er ađ tryggja öfluga stođţjónustu fyrir ţá nemendur sem á ţurfa ađ halda en í skýrslu stýrihópsins er sérstaklega nefndur mögulegur niđurskurđur á ýmiss konar stođţjónustu svo sem náms- og starfsráđgjöf og sálfrćđiađstođ viđ nemendur. 

Í umrćđunni hefur veriđ bent á skort á samráđi viđ nemendur og starfsfólk skólanna sem er miđur sérstaklega ţegar horft er til ţess ađ ekki skuli taka ákvarđanir sem snúa ađ börnum nema í samtali og samráđi viđ ţau og stór hluti nemenda skólanna eru enn börn.

MA og VMA eru framúrskarandi skólar hvor međ sína sérstöđu. Viđ teljum gríđarlega mikilvćgt ađ ekki sé grafiđ undan ţví öfluga starfi sem fram fer í framhaldsskólunum á Akureyri.  

 

Heimir Örn Árnason og Lára Halldóra Eiríksdóttir 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook