Þórhallur Jónsson kjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Þórhallur Jónsson var kjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í kvöld, í stað Hörpu Halldórsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. 

Auk Þórhalls voru Gunnlaugur Geir Gestsson, Jóhann Gunnarsson og Ragnar Ásmundsson kjörnir í aðalstjórn fulltrúaráðs á aðalfundinum. Auk þeirra sitja í stjórn formenn sjálfstæðisfélaganna á Akureyri;

Gerður Ringsted, formaður Varnar, félags sjálfstæðiskvenna
Íris Ósk Gísladóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Kristinn Frímann Árnason, formaður Sjálfstæðisfélags Hríseyjar
Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis
Telma Ósk Þórhallsdóttir, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna

Í varastjórn fulltrúaráðs voru kjörin: Svava Þ. Hjaltalín, Ísak Svavarsson, Harpa Halldórsdóttir og Lara Mist Jóhannsdóttir. 



Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, voru gestir fundarins og fluttu ávarp og fóru þar yfir stöðuna í pólitíkinni og í kjördæminu með greinargóðum hætti.



Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, var fundarstjóri og fór yfir stöðu bæjarmálanna undir lok fundarins. Þórhallur Harðarson, formaður 
kjördæmisráðs, kynnti svo einnig aðalfund kjördæmisráðsins, sem fram fer hér á Akureyri laugardaginn 9. mars.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur