1. maí 2025

Nýtum tækifærin

Í tilefni verkalýðsdagsins 1. maí skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, grein um tækifærin í samfélaginu sem mikilvægt er að nýta til að efla atvinnulífið. 

Við Íslend­ing­ar höf­um byggt sam­fé­lagið okk­ar á elju, út­sjón­ar­semi og sam­vinnu. Frjáls­ir ein­stak­ling­ar hafa með eig­in hug­viti stofnað fyr­ir­tæki, skapað verðmæti og störf sem lyft hafa lífs­kjör­um. Þetta er ekki sjálf­gefið, held­ur afrakst­ur mark­vissr­ar stefnu og traustr­ar und­ir­stöðu. Nú þurf­um við að standa vörð um þau gildi sem tryggt hafa ár­ang­ur: sjálf­stætt at­vinnu­líf, ábyrg rík­is­fjár­mál og stöðugan vinnu­markað.

At­vinnu­lífið er burðarás sam­fé­lags­ins. Fyr­ir­tæki lands­ins, stór sem smá, eru drif­kraft­ur verðmæta­sköp­un­ar og fram­fara. Án þeirra verður eng­um kjara­samn­ingi viðhaldið og eng­in vel­sæld mögu­leg. Það er því sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra að hlúa að um­hverfi þar sem fyr­ir­tæki geta vaxið, ráðið fólk til starfa og fjár­fest í nýj­ung­um og tæki­fær­um. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að launa­fólk, at­vinnu­rek­end­ur og stjórn­völd sýni sam­stöðu og ábyrgð – ekki sundr­ung eða póli­tíska sýnd­ar­mennsku.

Síðustu ár hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn talað skýrt fyr­ir raun­sæj­um og ábyrg­um kjara­samn­ing­um, þar sem launa­hækk­an­ir hald­ast í hend­ur við fram­leiðni­vöxt og raun­veru­lega verðmæta­sköp­un. Þannig samn­ing­ar tryggja að verðbólga hald­ist í skefj­um og kaup­mátt­ur vaxi. Góð reynsla er til af þess­ari nálg­un, meðal ann­ars með samn­ing­um sem bundu hækk­an­ir við hag­vöxt og juku ráðstöf­un­ar­tekj­ur al­menn­ings. Slík samþætt­ing er lyk­il­atriði í því að byggja upp traust og festu.

En áskor­an­ir dags­ins í dag eru raun­veru­leg­ar. Þótt at­vinnu­leysi sé lítið og þátt­taka á vinnu­markaði mik­il, þá hef­ur verðbólga hækkað og mæl­ist nú 4,2%, sem er 0,4% hækk­un frá síðasta mánuði. Á sama tíma held­ur rík­is­út­gjalda­aukn­ing áfram án skýrr­ar for­gangs­röðunar. Þetta dreg­ur úr trausti og ýtir und­ir vaxta­álag, sem bitn­ar á heim­il­um og fyr­ir­tækj­um um land allt. Slíkt get­ur auðveld­lega sett stöðug­leika úr skorðum.

Síðasta rík­is­stjórn lagði grunn að heil­brigðu efna­hags­um­hverfi með aðhaldi og festu. Sú stefna skapaði svig­rúm fyr­ir vaxta­lækk­an­ir og aukna trú fjár­festa á framtíðinni. Nú­ver­andi stjórn­völd þurfa að fylgja þeirri braut með ábyrg­um aðgerðum – ekki að stíga skref til baka. Ef við ætl­um að halda verðbólgu í skefj­um og tryggja stöðug­leika þarf skýra sýn, skyn­semi og traust.

Framtíðin er þó björt ef við nýt­um tæki­fær­in. Auk­inn út­flutn­ing­ur þekk­ing­ar og þjón­ustu, sta­f­ræn­ar lausn­ir og ný­sköp­un kall­ar á nýja hugs­un í mennta­kerfi, at­vinnu­lífi og op­in­berri stefnu­mót­un. Verk­efn­in fram und­an – hvort sem þau snúa að bættri fram­leiðni, auk­inni verðmæta­sköp­un eða sterk­ari sam­keppn­is­hæfni – munu leys­ast ef við tök­um hönd­um sam­an.

Með ábyrgð, stöðug­leika og framtíðar­sýn get­um við tryggt að ávöxt­ur vinnu nýt­ist öll­um. Ísland á að vera land þar sem hver og einn get­ur notið sann­mæl­is af erfiði sínu, óháð bú­setu eða bak­grunni. Sam­einuð, með trú á eig­in getu, get­um við haldið áfram að bæta lífs­kjör og efla vel­sæld. Gleðileg­an 1. maí!


Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Sjálfstæðisflokksins