Prófkjör í dag - kjörstaðir og kosningavaka


Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fer fram í dag, laugardaginn 8. febrúar. Kosningavaka verður í Kaupangi að kvöldi kjördags og hefst kl. 20:00. Stefnt er að því að formaður kjörnefndar lesi upp fyrstu tölur í Kaupangi milli kl. 20:00 og 20:30 og úrslit liggi fyrir upp úr kl. 22:00. Tölur verða fyrst birtar hér á Íslendingi.
Kosið er á kjördegi sem hér segir:
Akureyri -
Oddeyrarskóli
Kosning milli kl. 10:00 og 18:00
Hrísey -
Brekka
Kosning milli kl. 12:00 og 15:30
Kynningarblað vegna prófkjörs
Kynning á frambjóðendum á profkjor.is
Athugið: kjósa skal sex frambjóðendur í töluröð, hvorki fleiri né færri
Hverjum er heimil þátttaka í prófkjörinu?
- Öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sem þar eru búsettir og náð hafa 15 ára aldri prófkjörsdaginn.
- Þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarrétt í sveitarfélaginu við sveitarstjórnarkosningar, 31. maí 2014, og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í sveitarfélaginu fyrir lok kjörfundar.
Kjörskrá á kjördegi var lokað föstudaginn 7. febrúar kl. 12:00. Ungmenni á aldrinum 15-18 ára og erlendir ríkisborgarar þurftu að ganga í Sjálfstæðisflokkinn fyrir lokun kjörskrár. Þeir sem ganga í Sjálfstæðisflokkinn eftir lokun kjörskrár verða að vera íslenskir ríkisborgarar og fæddir fyrir 31. maí 1996, og þar með orðnir 18 ára á kjördag í sveitarstjórnarkosningum í vor.
Kjósendur þurfa að vera viðbúnir því að sýna persónuskilríki.
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri