Fjölmenni á fundi með Bjarna og Þórdísi


Fullt var út úr dyrum, eða rúmlega eitt hundrað manns, á fundi með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformanni Sjálfstæðisflokksins og dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem haldinn var í Kaupangi í gærkvöldi.
Á fundinum komu mörg mál til umræðu og var hann líflegur og málefnalegur. M.a. var rætt um raforkumál og afhendingaröryggi orku, atvinnuuppbyggingu, skattamál, nýsköpun, öryggismál Íslands og NATO, málefni aldraðra, millilandaflug og Akureyri sem nýja gátt inn í landið, málefni Háskóla Akureyrar, áskoranir á Norðurskautssvæðinu, samgöngumál o.fl.