12. júní 2015

Bæjarmálafundur 15. júní

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 15. júní kl.  17:30.

Bæjarfulltrúar flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum .

Aðeins konur munu sitja bæjarstjórnarfund 16. júní í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní nk. Fundinn sitja af hálfu Sjálfstæðisflokksins; Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi, Bergþóra Þórhallsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir. 

Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.