Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar 24. janúar


Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 24. janúar 2018 í Kaupangi klukkan 20:00
Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla stjórnar
Reikningsskil
Skýrslur nefnda
Kjör stjórnar og varastjórnar
Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
Ákvörðun um félagsgjald
Tillögur um lagabreytingar
Önnur mál
Sjálfstæðisfélag Akureyrar óskar eftir framboðum til stjórnar, varastjórnar og í formannskjör.
Einnig er óskað eftir fulltrúum á varamannalista í fulltrúaráð því framundan er fulltrúaráðsfundur þann 3. febrúar, en þar verður kosið um fyrstu sex sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, sem lagður verður fram í sveitarstjórnarkosningum 26. maí 2018.
Þeir sjálfstæðismenn á Akureyri sem vilja vera fulltrúar á varamannalista á fulltrúaráðsfundi eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á netfangið annarosamagnusd@gmail.com upplýsingum um með nafn, kennitölu, lögheimili, tölvupóst og símanúmer
Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Anna Rósa Magnúsdóttir
varaformaður