29. desember 2025

Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, 7. janúar

Kæri félagsmaður Varðar

Boðað er til aðalfundar Varðar miðvikudaginn 7. janúar kl. 19:00 í Geislagötu 5 (gamla Arion banka húsið - gengið inn að norðan).

Dagskrá:

1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Lagabreytingar
5) Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar
6) Kynning á framboðum til formanns
7) Kosning formanns
8) Kynning á framboðum til stjórnar
9) Kosning stjórnar
10) Aðrar kosningar
11) Önnur mál

Vakin er athygli á því að hægt er að skila inn framboði í pósti til formanns (isaksvavars04@gmail.com), í formsskjali hér að neðan eða með því að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Lagabreytingartillögur þurfa að berast formanni í pósti (isaksvavars04@gmail.com) eða í formsskjali hér að neðan, eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fundinn. Óskað er eftir að stjórnmálaályktanir berist með sama fyrirvara og á sama tölvupóstfang og lagabreytingartillögurnar.

Framboð til stjórnar: https://forms.gle/9nyJK96bJSEqLCQG7

Lagabreytingartillögur: https://forms.gle/QcSbmHpr29EpCXw26


Fyrir hönd stjórnar Varðar,
Ísak Svavarsson
Formaður