Velkomin

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri

Fréttir og greinar


Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 2. janúar 2026
Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldið laugardaginn 10. janúar á Múlabergi á Hótel KEA. Á Bæjarþinginu verða lagðar línurnar fyrir bæjarstjórnarkosningar 16. maí nk. Þingið er opið öllum skráðum meðlimum í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Dagskrá Kl. 9:30 Innskráning og fundargögn afhent Kl. 10:00 Málefnavinna Kl. 12:00 Hádegishlé á Múlaberg Kl. 13:00 Málefnavinna Kl. 16:00 Samhristingur Skráning á Bæjarþingið Allt Sjálfstæðisfólk á Akureyri hvatt til að mæta og hafa áhrif!
31. desember 2025
Áramót eru góður tími til að staldra við, líta yfir farinn veg og horfa fram á við. Framundan er mikilvægt ár fyrir Akureyri, bæði vegna áframhaldandi uppbyggingar í bænum og sveitarstjórnarkosninga sem fara fram í maí 2026. Þær kosningar munu snúast um traust, forgangsröðun og framtíðarsýn. Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók við meirihluta í bæjarstjórn, í samstarfi við L-listann og Miðflokkinn, hafa áherslurnar verið skýrar. Traust fjármálastjórn, uppbygging innviða og þjónusta sem mætir raunverulegum þörfum íbúa. Árangurinn af þeirri stefnu er augljós. Ársreikningar öll árin á kjörtímabilinu hafa sýnt afar sterka stöðu. Reksturinn skilaði rúmlega tveggja milljarða króna afgang á síðasta ári og var það langt umfram áætlanir. Aðalsjóður var jákvæður í fyrsta sinn í áratug og skuldastaða bæjarins hefur batnað milli ára. Þetta er ekki tilviljun heldur afleiðing ábyrgra ákvarðana og skýrrar forgangsröðunar. Traustur fjárhagur er forsenda þess að hægt sé að byggja upp öfluga þjónustu og fjárfesta í framtíð Akureyrar. Eitt stærsta verkefni næstu ára er þjónusta við stækkandi hóp eldri borgara. Frá upphafi kjörtímabilsins hefur verið lögð rík áhersla á samtal við eldri borgara og markvissa vinnu við að byggja upp betri og fjölbreyttari þjónustu fyrir þennan hóp. Á fræðslu- og lýðheilsusviði hafa verið farnar nýjar leiðir með góðum árangri. Gjaldskrárbreytingar í leikskólum, símafrí í grunnskólum, lýðheilsukort og tekjutengdur frístundarstyrkur fyrir eldri borgara eru dæmi um aðgerðir sem hafa bein áhrif á daglegt líf íbúa. Rannsóknir sýna að breytingarnar í leikskólum hafa dregið úr álagi á starfsfólk og haft jákvæð áhrif á börnin. Uppbygging í bænum er í fullum gangi. Íbúðauppbygging í Móa- og Holtahverfi, nýir byggingarreitir og styrking innviða eru lykilatriði til að mæta vaxandi þörfum. Velferðarmál eru jafnframt í forgangi, meðal annars með nýjum íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk og vinnu við lausnir fyrir fólk með fjölþættan vanda. Þetta eru verkefni sem krefjast festu, ábyrgðar og langtímahugsunar. Nú þegar styttist í lok kjörtímabilsins skiptir máli að halda áfram á sömu braut. Í maí 2026 munu bæjarbúar fá tækifæri til að meta hvort ofangreindar áherslur, þ.e. ábyrg fjármálastjórnun, uppbygging innviða og skýr framtíðarsýn sé sú vegferð sem þeir vilja halda áfram. Við í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri erum tilbúin til að standa undir þeirri ábyrgð og halda áfram að vinna fyrir bæjarbúa af heilindum og festu. Markmiðið er skýrt, að Akureyri verði áfram sterkt og framsækið fyrirmyndarsamfélag þar sem gott er að búa, starfa og ala upp börn. Bestu áramótaóskir og þakkir fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs og o ddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 29. desember 2025
Kæri félagsmaður Varðar Boðað er til aðalfundar Varðar miðvikudaginn 7. janúar kl. 19:00 í Geislagötu 5 (gamla Arion banka húsið - gengið inn að norðan). Dagskrá: 1) Kosning fundarstjóra og fundarritara 2) Skýrsla stjórnar 3) Skýrsla gjaldkera 4) Lagabreytingar 5) Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar 6) Kynning á framboðum til formanns 7) Kosning formanns 8) Kynning á framboðum til stjórnar 9) Kosning stjórnar 10) Aðrar kosningar 11) Önnur mál Vakin er athygli á því að hægt er að skila inn framboði í pósti til formanns ( isaksvavars04@gmail.com ), í formsskjali hér að neðan eða með því að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Lagabreytingartillögur þurfa að berast formanni í pósti ( isaksvavars04@gmail.com ) eða í formsskjali hér að neðan, eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir fundinn. Óskað er eftir að stjórnmálaályktanir berist með sama fyrirvara og á sama tölvupóstfang og lagabreytingartillögurnar. Framboð til stjórnar: https://forms.gle/9nyJK96bJSEqLCQG7 Lagabreytingartillögur: https://forms.gle/QcSbmHpr29EpCXw26 Fyrir hönd stjórnar Varðar, Ísak Svavarsson Formaður
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 24. desember 2025
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og stjórnir sjálfstæðisfélaganna óska félagsmönnum, bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Sýna meira
Fleiri fréttir
Bæjarþing - Hvert er næsta mál? Málefnaþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Sjá alla viðburði