Í tilefni Bæjarþingsins ætlar Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri að bjóða uppá hitting með varaformanni Sjálfstæðisflokksins Jens Garðari Helgasyni.
Velkomin
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
Fréttir og greinar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 19. janúar kl. 18:00. Farið yfir stöðuna í bæjarmálunum, 11 mánaða yfirlit á ársreikningi Akureyrarbæjar, Blöndulínu 3 og skipulagsmál. Fundarstjóri: Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrum alþingismaður, gefur kost á sér í oddvitasætið í röðun sem fram fer 7. febrúar við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningar í vor. Áður hafði Heimir Örn Árnason, núverandi oddviti flokksins á Akureyri, tilkynnt í nóvember að hann gæfi kost á sér áfram. Berglind Ósk er 32 ára lögfræðingur og var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021-2024. Hún tilkynnti framboð sitt í eftirfarandi tilkynningu á facebook-síðu sinni í morgun: "Akureyri er heimabærinn minn. Hér á ég rætur, hér vil ég ala upp börnin mín þrjú og hér vil ég vinna að sterku og traustu samfélagi til framtíðar. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég tek það hlutverk alvarlega og ég geri það af heilum hug. Málefni fjölskyldunnar eru mér ofarlega í huga. Sveitarfélagið þarf að styðja við fjölskyldur á öllum æviskeiðum - börn, fjölskyldur og eldri borgara, með öflugri þjónustu, góðum skólum og umhverfi sem styður bæði virkt atvinnulíf og góð lífsskilyrði alla ævi. Sterkt atvinnulíf er forsenda velferðar. Akureyri á að vera sveitarfélag þar sem fólk hefur tækifæri til að vinna, skapa og byggja upp. Ég vil leggja áherslu á sterkt og fjölbreytt atvinnulíf, góð skilyrði fyrir fyrirtæki og frumkvöðla og samvinnu við atvinnulífið um áframhaldandi uppbyggingu. Fjármál sveitarfélagsins tengja þetta allt saman. Rekstur Akureyrarbæjar hefur verið á góðri leið undanfarin ár, en það má alltaf gera betur. Ég tel mikilvægt að halda áfram á ábyrgri braut, nýta fjármuni skynsamlega og forgangsraða þannig að fjárfestingar í fjölskyldum og atvinnu skili raunverulegum árangri til framtíðar. Sem lögfræðingur og fyrrum þingmaður hef ég reynslu af ákvarðanatöku, lagasetningu og ábyrgri stjórnsýslu. Ég veit að góð forysta byggir á trausti, fagmennsku og skýrri sýn en líka á hlýju, samvinnu og því að hafa gaman af því að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég vil leiða öflugan lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og vinna með góðu fólki að sterku, framsýnu og fjölskylduvænu bæjarfélagi."

Takk fyrir komuna á Bæjarþingið! Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var haldið á Múlaberg á Hótel KEA í gær. Sjálfstæðismenn fjölmenntu til að ræða málefni bæjarins og var unnin þar vinna sem verður flokknum mikilvæg á komandi árum og í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 16. maí næstkomandi. Á þinginu voru málefnum skipt í 5 flokka, fjármál og atvinnumál, menntamál, skipulags og umhverfismál, velferðarmál og önnur mál. Í hverjum flokki fyrir sig gafst fólki tækifæri til að tjá sínar skoðanir á málaflokknum og koma með hugmyndir. Allt var þetta svo gert upp á fundinum og fer í frekari vinnu hjá stjórnum félaganna. Fundarstjóri var Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi. Í upphafi fundar las Ármann upp minningarorð um Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseta Alþingis, sem birtust á Íslendingi þegar hann lést í desember sl. og kryddaði frásögnina með sögum frá samstarfi þeirra úr kosningabaráttunni 1995 og þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs. Fundarmenn risu úr sætum Halldóri til heiðurs. Á föstudagskvöldið var haldinn vel heppnaður hittingur með Jens Garðari Helgasyni, varaformanni Sjálfstæðisflokksins og oddvita flokksins í kjördæminu, í nýjum og glæsilegum sal á Hótel Akureyri, Lóni. Hótelið var valin glæsilegasta nýbygging liðins árs og skal engan undra, sérlega vel heppnuð uppbygging. Næsta skref í aðdraganda kosninga er val á lista flokksins og hefur fulltrúaráð flokksins ákveðið að fari fram röðun í efstu fjögur sætin. Röðun fer fram laugardaginn 7. febrúar og eru sem flestir hvattir til að bjóða sig fram. Umfjöllun um Bæjarþingið og fleiri myndir frá deginum

Ákveðið hefur verið að röðun um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við næstu sveitarstjórnarkosningar fari fram á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði laugardaginn 7. febrúar nk. Kosið verður um fjögur efstu sæti framboðslistans á fundinum. Hér með er auglýst eftir framboðum til setu á framboðslista. Framboð skal bundið við flokksbundinn einstakling. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026. Framboðsfrestur er til og með 6. febrúar 2026 kl. 12:00 Kjörnefnd er heimilt að tilnefna frambjóðendur til röðunar til viðbótar við þá sem bjóða sig fram eftir að framboðsfresti lýkur. Val á framboðslista og röðun í sæti verður samkvæmt samræmdum reglum Sjálfstæðisflokksins við röðun á lista. Samræmdar reglur um Röðun Hægt er að fá nánari upplýsingar um röðun og skila inn framboði með því að hafa samband við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson , formann kjörnefndar, með því að senda tölvupóst á thorvaldur.ludvik@gmail.com eða hringja í 859-3316 .

