Flýtilyklar
-
Afmælisfundur Sleipnis með forystu Sjálfstæðisflokksins 26. mars
Málfundafélagið Sleipnir verður 85 ára þann 26. mars nk. Af því tilefni verða Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, gestir á fundi Sleipnis miðvikudaginn 26. mars nk. kl. 19:30. Allir velkomnir - boðið upp á léttar veitingar -
Bæjarmálafundur 17. mars
14.03.2025 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. mars kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og helstu verkefnin í umhverfis- og mannvirkjaráði. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Umræðufundur með Njáli Trausta 8. mars
05.03.2025 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, laugardaginn 8. mars kl. 10:30. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og helstu málin í þinginu. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Úrslit kosninga í miðstjórn og stjórnir málefnanefnda á landsfundi
02.03.2025 |Kosið var í miðstjórn og stjórnir málefnanefnda flokksins á landsfundi. Tveir Akureyringar náðu kjöri í nefndir - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í umhverfis- og samgöngunefnd og Þórhallur Harðarson í fjárlaganefnd. -
Vilhjálmur Árnason endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins
02.03.2025 | FréttirVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var endurkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í dag. -
Jens Garðar Helgason kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins
02.03.2025 |Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur verið kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði betur í varaformannsbaráttu við Diljá Mist Einarsdóttur. -
Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins fyrst kvenna
02.03.2025 | FréttirGuðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrst kvenna. Hún hafði betur í spennandi formannsbaráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Nýjar greinar
-
Til fundar við fólkið
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins heldur nú í fundaferð um allt land til að ræða um stöðuna í stjórnmálunum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um fundaferðina og verkefnið framundan í grein í Morgunblaðinu um helgina. "Markmiðið er skýrt: Við ætlum að efla og stækka flokkinn á landsvísu, tryggja trausta stjórnun í sveitarfélögum um allt land og sýna að sjálfstæðisstefnan skilar árangri." -
Vannýttur vegkafli í G-dúr
22.03.2025 | GreinarJens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í grein um Dettifossveg. Þrátt fyrir mikla fjárfestingu hafi Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á veginum sem þýði að hann sé aðeins mokaður í viku. Það sé með öllu óásættanlegt. -
Kveðjuræða Bjarna Benediktssonar á formannsstóli
28.02.2025 | GreinarBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti kveðjuræðu sína á formannsstóli í dag þegar hann setti landsfund Sjálfstæðisflokksins. Hér má lesa ræðuna í heild sinni. Bjarni lætur af formennsku á sunnudag þegar nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrsta konan á formannsstóli, verður kjörin. -
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
18.02.2025 | GreinarHeimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar, fjallar í greinaskrifum um síaukinn ferðakostnað barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni meðan framlag ríkisins hafi ekki fylgt verðlagi. -
Landsfundur nýrra tækifæra
04.02.2025 | GreinarDiljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórnmálasamkomu landsins. Þar verði stórkostlegt tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til þess að skerpa línurnar og móta áfram mikilvæga stefnu og sýn fyrir Ísland til framtíðar. -
Opið bréf til samgönguráðherra
03.02.2025 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu opið bréf til samgönguráðherra og fóru þar yfir málefni Reykjavíkurflugvallar, forgangsröðun mála og fjármögnun þeirra, og minna á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisinnviðar, það hlutverk hafi frekar aukist á tímum jarðelda og annarra náttúruhamfara, óstöðugleika í heimsmálunum og aukinnar flugumferðar til og frá landinu, auk mikilvægis sjúkraflugsins.