Flýtilyklar
-
Hitasætið - frambjóðendur sitja fyrir svörum 13. nóvember
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi munu svara spurningum kjósenda í sjálfstæðissalnum í Geislagötu 5, miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 20:00. Boðið verður upp á léttar og fljótandi veitingar. -
Happy Hour með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Berjaya Hótel 8. nóvember
07.11.2024 |Hittu unga frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi ásamt stjórn Varðar á Happy Hour á Berjaya föstudaginn 8. nóvember kl.19:30. Frábært tækifæri til að spyrja frambjóðendur spurninga og eiga geggjað spjall um framtíð Íslands! -
Meiri árangur með stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu
04.11.2024 | FréttirSjálfstæðisflokkurinn blæs til stórsóknar og umbreytingar á menntakerfinu. Af því tilefni boðaði flokkurinn til opins fundar í Grósku í dag þar sem kynnt var 21 aðgerð til þess að ná meiri árangri í menntakerfinu. -
Bæjarmálafundur 28. október
25.10.2024 |Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5, 2. hæð, mánudaginn 28. október kl. 17.30. Rætt um málin á dagskrá bæjarstjórnar og farið yfir fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Kjördæmisfundur á Egilsstöðum 27. október
24.10.2024 | FréttirBoðað er til fundar í kjördæmisráði Sjálfstæðsflokksins í Norðausturkjördæmi sunnudaginn 27. október nk. Meðfylgjandi er dagskrá og nánari kynning. -
Mæltu með okkur!
21.10.2024 | FréttirOpnað hefur verið fyrir rafræn meðmæli með framboðslistum. Lágmarksfjölda meðmæla þarf svo listi hvers kjördæmis sé gildur. Hér er hægt að mæla með framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum 30. nóvember nk. -
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
20.10.2024 | FréttirTillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 30. nóvember nk. var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í Skjólbrekku í Mývatnssveit nú síðdegis, eftir að röðun hafði farið fram um skipan fimm efstu sæta listans.
Nýjar greinar
-
Heilbrigðisþjónusta fyrir alla!
"Tryggja verður öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Lög um heilbrigðisþjónustu eru afar skýr um að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita." Berglind Harpa Svavarsdóttir, frambjóðandi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi -
Gleðilega töfrandi kosningabaráttu
02.11.2024 | Greinar"Við þurfum stöðugleika, fyrirsjáanleika og skapa aðstæður sem þrengja ekki að fólki og fyrirtækjum. Við þurfum að ýta undir enn frekari verðmætasköpun sem er grunnurinn að öflugu velferðar- og heilbrigðiskerfi, enda er nú sem fyrr nauðsynlegt að hlúa að þeim sem höllum fæti standa. Þetta eru engar töfralausnir, enda duga þær sjaldnast til að leysa flókin viðfangsefni." Jón Þór Kristjánsson, frambjóðandi í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi -
Stjórnarslit - tækifærin í nýrri pólitískri stöðu
13.10.2024 | GreinarEftir viðburðaríkan dag í pólitíkinni þegar stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG lauk eftir sjö viðburðarík ár fer Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir stöðuna í grein til flokksmanna. -
Líforkuver á Dysnesi
29.09.2024 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um líforkuver við Dysnes. Gengi verkefnið eftir yrði það mikil lyftistöng fyrir mikla uppbyggingu hafnarinnviða sem stefnt er að á Dysnesi. Því metnaðarfulla verkefni væri loks hrint af stað. Það væri vel fyrir athafnalíf byggðar við Eyjafjörð. Það yrði gæfuspor fyrir Ísland. -
Afreksfólk í bardagaíþróttum
28.09.2024 | GreinarBerglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um mikilvægi breytinga á lögum um bardagaíþróttir. -
Sársaukafull vaxtarmörk
26.09.2024 | GreinarBerglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um verðbólgustigið og húsnæðishliðina á henni. Þegar verð á húsnæði drífi áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Flestum sé þó ljóst að skortur á húsnæði verði ekki leystur með því að fikta í vísitölu neysluverðs, heldur með því að tryggja aukið framboð húsnæðis.