Ákveðið hefur verið að röðun um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við næstu sveitarstjórnarkosningar fari fram á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði laugardaginn 7. febrúar nk.
Kosið verður um fjögur efstu sæti framboðslistans á fundinum.
Hér með er auglýst eftir framboðum til setu á framboðslista. Framboð skal bundið við flokksbundinn
einstakling. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum 16. maí 2026.
Framboðsfrestur er til og með 6. febrúar 2026 kl. 12:00
Kjörnefnd er heimilt að tilnefna frambjóðendur til röðunar til viðbótar við þá sem bjóða sig fram eftir að
framboðsfresti lýkur. Val á framboðslista og röðun í sæti verður samkvæmt samræmdum reglum
Sjálfstæðisflokksins við röðun á lista.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um röðun og skila inn framboði með því að hafa samband við Þorvald
Lúðvík Sigurjónsson, formann kjörnefndar, með því að senda tölvupóst á thorvaldur.ludvik@gmail.com
eða hringja í 859-3316.

