Sjálfstæðisfélag Akureyrar


Sjálfstæðisfélag Akureyrar var stofnað 1. desember 1930


Stjórn kjörin 29.01.2025


Formaður

Jón Þór Kristjánsson | 866 4892


Varaformaður

Vilmundur Aðalsteinn Árnason | 844 6548


Meðstjórnendur

Fannberg Jensen | 823 3528

Sara Halldórsdóttir |
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson | 859 3316


Varastjórn
Svava Þ. Hjaltalín | 863 1209

Ragnar Ásmundsson | 693 9172

Daníel Sigurður Eðvaldsson | 844 0405

Hafþór Hermannsson |

Ásgeir Högnason | 844 9357


Lög Sjálfstæðisfélags Akureyrar

I. kafli.

Nafn og tilgangur


1. gr.  Félagið heitir Sjálfstæðisfélag Akureyrar og er almennt félag sjálfstæðisfólks sem býr á Akureyri.


2. gr.  Markmið félagsins er að styðja og styrkja Sjálfstæðisflokkinn og þau grunngildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, í Akureyrarbæ sem og annars staðar og vinna þeim brautargengi.

 


II. kafli.

Meðlimir


3.gr.  Félagar geta verið allir íbúar á Akureyri sem náð hafa 15 ára aldri og eru ekki flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum á Íslandi.


4.gr.  Hver sá sem óskar inngöngu í félagið skal skrá rafrænt á vef Sjálfstæðisflokksins eða senda inn skriflega umsókn á þar til gerðu eyðublaði sem finna má á vef flokksins.


5.gr.  Einungis fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélags Akureyrar sem greitt hafa félagsgjöld fara með atkvæðarétt á aðalfundi félagsins og geta valist til trúnaðarstarfa fyrir félagið í stjórnir, ráð, nefndir, í fulltrúaráð flokksins, eiga rétt á setu á landsfundi og að gegna öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn á vegum Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Leita skal til stjórnar Sjálfstæðisfélags Akureyrar til staðfestingar á greiðslu félagsgjalds.


6.gr.  Stjórnin getur vikið úr félaginu hverjum þeim, sem að áliti hennar brýtur lög félagsins eða vinnur gegn stefnu þess, en skjóta má ákvörðun stjórnarinnar til félagsfundar. Til samþykktar slíkri brottvikningu þarf a.m.k. 2/3 greiddra atkvæða.


 

III. kafli.

Stjórn félagsins og starfsemi.


7.gr.  Málefni félagsins annast stjórn, félagsfundir og nefndir þær sem stjórnin kýs sér til aðstoðar.


8.gr.  Stjórn félagsins skipa fimm félagar. Formaður, varaformaður, ritari og tveir meðstjórnendur. Stjórnin skal kosin þannig: Fyrst skal kjósa formann, síðan skulu hinir fjórir stjórnarmenn kosnir samtímis. Því næst skulu kosnir fimm varastjórnendur á sama hátt. Kjörtímabil stjórnar er á milli aðalfunda.


9.gr.  Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en fyrir lok febrúar ár hvert. Til hans skal boðað með minnst sjö daga fyrirvara.


Verkefni aðalfundar eru:


1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningsskil.

3. Ákvörðun árgjalds.

4. Lagabreytingar.

5. Kosning formanns og stjórnar skv. 8. gr.

6. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.

7. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Norðausturkjördæmis

8. Önnur mál


10.gr.  Aðrir fundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir og skal stjórn félagsins kappkosta að rækja að öðru leyti hvers konar starfsemi, sem eflir félagið og styrkir málstað þess.


Fund skal halda ef minnst 20 félagsmenn krefjast þess skriflega til stjórnarinnar. Fundi félagsins skal boða eins vel og kostur er á.


 

IV. kafli.

Árgjald og reikningstímabil


12.gr.  Reikningstímabil félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.


13. gr.  Stjórn félagsins er heimilt að fela fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri að annast innheimtu félagsgjalda og umsjón með reikningum félagsins.


 

V. kafli.

Lagabreytingar, gildistaka o.fl.


14.gr.  Lög þessi eru samin með hliðsjón af skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins og gilda ákvæði þeirra um Sjálfstæðisfélag Akureyrar eftir því sem við á.


15.gr.  Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf a.m.k. 2/3 atkvæða fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga, enda hafi lagabreytinga verið getið í fundarboði.


16. gr.  Lög þessi öðlast þegar gildi.