29. janúar 2026
Þórhallur Jónsson gefur kost á sér í oddvitasætið

Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasætið í röðun 7. febrúar og gerir athugasemdir við ferlið í yfirlýsingu sinni. Áður hafði Berglind Ósk Guðmundsdóttir gefið kost á sér í oddvitasætið. Þórhallur hafði áður tilkynnt framboð í 2. - 3. sæti í yfirlýsingu 10. janúar sl.
Yfirlýsing Þórhalls er eftirfarandi:
"Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí n.k.
Yfirlýsing Þórhalls er eftirfarandi:
"Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí n.k.
Heimir Árnason, núverandi oddviti ætlar ekki lengur að gefa kost á sér til að leiða listann, en ákveðið hafði verið að fara í röðunarfyrirkomulag þegar útlit var fyrir að hann væri einn í kjöri til oddvita. Þetta var meginforsenda þess að ekki var farið í prófkjör á Akureyri.
Eftir að formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sagði af sér formennsku fulltrúaráðs til að gefa kost á sér til að leiða listann og myndaði bandalag við Heimi, fráfarandi oddvita, um að hann tæki annað sætið á lista og eftirléti sér oddvitasætið, án nokkurs samtals við fulltrúaráð né stjórnir Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, sé ég mig knúinn til að gefa kost á mér til að leiða lista flokksins í komandi kosningum.
Aðgengi fráfarandi formanns fulltrúaráðs að kjörskrá umfram aðra frambjóðendur, setur trúverðugleika röðunarfyrirkomulags og kosningar þar um í uppnám. Með framboði mínu skora ég einnig á flokkinn að halda stefnu sinni og hefðum, fara í prófkjör og leyfa sjálfstæðisfólki á Akureyri að velja sér oddvita með lýðræðið í fyrirrúmi.”
Aðgengi fráfarandi formanns fulltrúaráðs að kjörskrá umfram aðra frambjóðendur, setur trúverðugleika röðunarfyrirkomulags og kosningar þar um í uppnám. Með framboði mínu skora ég einnig á flokkinn að halda stefnu sinni og hefðum, fara í prófkjör og leyfa sjálfstæðisfólki á Akureyri að velja sér oddvita með lýðræðið í fyrirrúmi.”

