28. janúar 2026
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar 10. febrúar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í húsnæði flokksins Geislagötu 5, 2. hæð, gengið inn að norðan.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningsskil (Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar hefur falið fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri umsjón með reikningum félagsins sem heimild er fyrir skv. 13. grein laga Sjálfstæðisfélags Akureyrar)
3. Ákvörðun árgjalds.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning formanns og stjórnar skv. 8. gr.
6. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
7. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Norðausturkjördæmis.
8. Önnur mál.
Framboðum til stjórnar og tillögum að lagabreytingum skal skila til formanns Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gegnum netfangið jonthorkristjans@gmail.com

