24. apríl 2025
Ný útgáfa Íslendings fer í loftið

Sumarkoma boðar nýja og ferska tíma - hlýja og sólskin í sál og sinni. Við þau tímamót er afar viðeigandi að við kynnum nýja útgáfu vefritsins Íslendings. Vefurinn okkar hefur verið lykilþáttur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri frá því hann fór af stað á afmæli gamla Íslendings, 9. apríl 2001. Ellefu ár eru liðin síðan fyrra útlit vefsins var kynnt í aðdraganda bæjarstjórnarkosninganna í maí 2014 þegar við hófum að hýsa Íslending hjá Stefnu - löngu orðið tímabært að stokka upp útlitið og fá betri tækniásýnd.
Mikill metnaður og mikil framsýni einkenndi þá ákvörðun að opna vefinn vorið 2001. Íslendingur.is var fyrsti flokksvefurinn á netinu hér á Akureyri og var vel uppfærður og sinnt af mikilli elju, meðan aðrir slíkir vefir hér í bænum voru aðeins vakandi í miðri kosningabaráttu. Íslendingur varð strax frá upphafi ein öflugasta vefsíða sjálfstæðismanna á landinu - þar voru í senn nýjustu fréttirnar úr flokksstarfinu, pistlar og greinar flokksmanna og allt sem máli skipti fyrir okkur sem styðjum flokkinn.
Mikill metnaður og mikil framsýni einkenndi þá ákvörðun að opna vefinn vorið 2001. Íslendingur.is var fyrsti flokksvefurinn á netinu hér á Akureyri og var vel uppfærður og sinnt af mikilli elju, meðan aðrir slíkir vefir hér í bænum voru aðeins vakandi í miðri kosningabaráttu. Íslendingur varð strax frá upphafi ein öflugasta vefsíða sjálfstæðismanna á landinu - þar voru í senn nýjustu fréttirnar úr flokksstarfinu, pistlar og greinar flokksmanna og allt sem máli skipti fyrir okkur sem styðjum flokkinn.
Mikil gæfa var fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri að fá Helga Vilberg til að stýra vefnum í upphafi. Hann var faðir vefritsins, hafði mikinn áhuga og metnað fyrir tæknihlið vefsins og þeirri umgjörð að hafa hann líflegan, ferskan og ábyrgan miðil upplýsinga og skoðana. Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar, með Helga sem formann, ýtti þessu verkefni úr vör af miklum krafti og framsýni, eins og fyrr segir. Það ber að þakka þeim sem þá skipuðu stjórn félagsins fyrir að opna vefinn af svo miklum metnað á þeim tímapunkti.
Ég hef komið að starfi vefritsins Íslendings nær frá upphafi, skrifað samfellt pistla og fréttir þar frá árinu 2002 og aðstoðaði Helga Vilberg við fréttaskrif á lokaárum hans með vefinn, og naut þess að finna áhugann og kraftinn í öllu starfinu kringum vefinn. Ég hef alla tíð verið mikill áhugamaður um netið og skoðanaskipti þar, var öflugur í miðjum bloggstrauminum og virkur í þjóðlífsumræðu. Því hef ég metið þennan vef mikils og tel heiður að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni gegnum árin.
Helgi Vilberg á mikið hrós og heiður skilið frá okkur fyrir að hafa stýrt þessum vef af svo miklum krafti. Hann lagði mikið af mörkum til að vefurinn myndi njóta sín sem traustur miðill upplýsinga og skoðana. Sú vinna var mikils virði. Þegar Helgi vék af velli vorið 2007 tók Jóna Jónsdóttir við ritstjórn í tæp þrjú ár og stýrði honum með myndugleik. Við Jóna vorum saman við stýrið með vefinn þegar Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í bæjarstjórnarkosningum 2010 og það var áskorun að stýra honum einn í þeirri miklu og erfiðu uppbyggingu á flokknum sem við tók. Tíminn eftir ósigurinn var þó afar lærdómsríkur og mér mikið veganesti í flokksstarfinu við breyttar aðstæður.
Helgi Vilberg á mikið hrós og heiður skilið frá okkur fyrir að hafa stýrt þessum vef af svo miklum krafti. Hann lagði mikið af mörkum til að vefurinn myndi njóta sín sem traustur miðill upplýsinga og skoðana. Sú vinna var mikils virði. Þegar Helgi vék af velli vorið 2007 tók Jóna Jónsdóttir við ritstjórn í tæp þrjú ár og stýrði honum með myndugleik. Við Jóna vorum saman við stýrið með vefinn þegar Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í bæjarstjórnarkosningum 2010 og það var áskorun að stýra honum einn í þeirri miklu og erfiðu uppbyggingu á flokknum sem við tók. Tíminn eftir ósigurinn var þó afar lærdómsríkur og mér mikið veganesti í flokksstarfinu við breyttar aðstæður.
Ég hef nú stýrt vefritinu í fimmtán ár, allt frá vorinu 2010. Frá upphafi hef ég einsett mér að félagsmenn sjái á vefnum allt sem er að gerast, geti þar bæði kynnt sér viðburði, lesið skoðanir forystufólks okkar og sjái kraft í flokksstarfinu þar. Einnig vil ég endilega fá ábendingar um efnistök og efni til birtingar - heyra ykkar skoðanir varðandi flokksstarfið. Uppfærslur á Íslendingi hafa verið tíðar á þeim tíma sem ég hef ritstýrt honum og við höfum reynt að tryggja öfluga miðlun upplýsinga í flokksstarfinu. Það er mikilvægt að vefurinn sé ferskur og öflugur þó ekki séu alltaf kosningar í nánd, enda eigum við alltaf að vera öflug og sinna flokksstarfinu af metnaði og krafti.
Ég trúi því og treysti að framtíð vefsins sé björt. Það er lykilatriði fyrir okkur sjálfstæðisfólk á Akureyri að rækta þennan miðil upplýsinga og skoðana. Ég vil stuðla að því og bæði trúi því og treysti að við séum öll sammála um það. Við getum öll verið stolt af nýja vefnum og horfum jákvæð til næstu verkefna.
Rúmt ár er til bæjarstjórnarkosninga þar sem markmiðið er skýrt. Við ætlum að stækka flokkinn og efla, fá aukinn stuðning og kraft í bæjarstjórn til að byggja ofan á farsæl verk meirihlutans á þessu kjörtímabili. Saman gerum við flokkinn stærri og öflugri til að leiða bæinn okkar áfram af festu og öryggi.
Rúmt ár er til bæjarstjórnarkosninga þar sem markmiðið er skýrt. Við ætlum að stækka flokkinn og efla, fá aukinn stuðning og kraft í bæjarstjórn til að byggja ofan á farsæl verk meirihlutans á þessu kjörtímabili. Saman gerum við flokkinn stærri og öflugri til að leiða bæinn okkar áfram af festu og öryggi.
Til hamingju með daginn - gleðilegt sumar!
Stefán Friðrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings, vefrits sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
