25. ágúst 2021

Stefnumótunarfundur formanna og flokksráðs 28. ágúst

Stefnumótunarfundur formanna og flokksráðs fer fram laugardaginn 28. ágúst 2021. Yfirskrift fundarins er: Ísland, land tækifæranna. Fundir í Norðausturkjördæmi fara fram á Vitanum, Strandgötu 53, á Akureyri og á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

Fundurinn hefst kl. 10:00 þar sem þrjár hugveitur verða starfandi fram að hádegi um heilbrigðismál, orkubyltingu og lífeyris- og örorkumál. Eftir matarhlé flytur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setningarræðu fundarins og í framhaldi af því mun fundurinn ræða stjórnmálaályktun og áherslur flokksins í næstu kosningum til Alþingis.

Fundurinn verður á nokkrum stöðum á landinu og munu fundirnir allir sameinast með rafrænum hætti í einn stóran rafrænan fund sem stýrt verður af yfirfundarstjóra frá einum stað.

  • Reykjavík , Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2.
  • Ísafjörður , Sjallinn, Hafnarstræti 20.
  • Akureyri , Vitinn, Strandgötu 53.
  • Egilsstaðir , Hótel Hérað, Miðvangi 1-7.
  • Höfn , Sjálfstæðishúsið, Kirkjubraut 3.
  • Vestmannaeyjar , Ásgarður, Heimagötu 35.
  • Blönduós , Félagsheimilið Húnabraut 6.

Til að taka þátt í fundinum er nauðsynlegt að mæta á einhvern fyrrnefndra staða. Flokksráðs- og/eða formenn geta sótt fundinn hvar sem er á ofangreindum stöðum.



Seturétt á flokksráðs- og formannafundi eiga allir sem aðild eiga að flokksráðinu auk allra formanna félaga og ráða í flokknum. Áætlað er að fundi verði slitið um eða upp úr kl. 16:00.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn  hér. Til þess að skráning sé gild þarf að  greiða skráningargjald, 2.500 kr.,  sjá hér.


Almennt um fundinn

Fundarsköp fundarins má finna   hér .

Í hugveitum fyrir hádegi munu fundinum skipt niður á þrjár málstofur þar heilbrigðismál, orkubylting og lífeyris- og örorkumál verða sérstaklega til umræðu, eitt umfjöllunarefni í einu.

Eftir setningu formanns verður ekki um eiginlegt málefnastarf að ræða heldur munu ályktunardrög að stjórnmálaályktun/kosningaáherslum verða lögð fyrir fundinn til umræðu og afgreiðslu. Þau eru unnin í samstarfi samræmingarnefndar og stjórna málefnanefnda út frá þeirri vinnu sem málefnanefndir hafa unnið frá síðasta landsfundi. Um er að ræða helstu stefnumál flokksins í komandi kosningum.

Bein útsending verður til hliðar á fundinum þar sem ýmsir fundarmenn verða teknir tali og fjallað verður um þau málefni sem eru til umfjöllunar á fundinum. Einungis ræðu formanns verður streymt beint af fundinum sjálfum.

Flokksfólk og sérstaklega flokksráðsmenn og formenn eru hvattir til að fara inn á Mínar síður á xd.is  ( hér ) og uppfæra tengiliðarupplýsingar um sig til að auðvelda flokknum að eiga samskipti sig. Eins er hægt að sjá þar yfirlit yfir öll trúnaðarstörf í flokknum, þ.m.t. hvort viðkomandi eigi sæti í flokksráði.