21. nóvember 2018
Heilbrigði er okkar mál - fundur á vegum LS 24. nóvember


Landssamband sjálfstæðiskvenna heldur fund um heilbrigðismál í Kaupangi laugardaginn 24. nóvember nk. kl. 16:00.
Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Vala Pálsdóttir, formaður LS, og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSN, flytja framsögu með umræðum í kjölfarið.
Fundarstjóri: Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Allir velkomnir - heitt á könnunni.