Formannsskipti í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Hjörvar Blær Guðmundsson hefur látið af formennsku í Verði, f.u.s. á Akureyri vegna persónulegra aðstæðna, en hann er farinn til framhaldsnáms í Reykjavík.
Ívar Breki Benjamínsson, varaformaður, tekur sjálfkrafa við formennsku í félaginu skv. lögum þess.