Að loknum aðalfundi í Verði, f.u.s. á Akureyri


Aðalfundur Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var haldinn í Kaupangi á þriðjudagskvöld. Ívar Breki Benjamínsson var kjörinn formaður Varðar - hann var varaformaður frá síðasta aðalfundi og tók við formennsku í félaginu í haust er Hjörvar Blær Guðmundsson, sem var kjörinn formaður á síðasta aðalfundi, hélt til náms í Reykjavík. Ívar Breki hefur setið í stjórn félagsins frá 2017.
Auk Ívars Breka voru kjörin í aðalstjórn: Axel Þórhallsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hjörvar Blær Guðmundsson, Kristján Blær Sigurðsson, Sævar Helgi Víðisson og Vala Rún Sigurpálsdóttir. Í varastjórn voru kjörin Þorsteinn Kristjánsson, Melkorka Ýrr Yrsudóttir og Aron Elí Gíslason.
Nýkjörinni stjórn Varðar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.