15. janúar 2025

Aðalfundarboð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Aðalfundur Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, fer fram í Geislagötu 5 (2. hæð - gengið inn að norðan) 20. janúar kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. 

Nánari upplýsingar á instagram-síðu Varðar.


Stjórn Varðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. 


---

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð (gengið inn að norðan). 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

1. Skýrsla stjórnar
2. Lagabreytingar (engin tillaga lögð fram af hálfu stjórnar)
3. Kosning formanns, stjórnar og varastjórnar
4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna
5. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Norðausturkjördæmis
6. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 28. febrúar - 2. mars
7. Önnur mál


Stjórn Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri

 ----

Aðalfundur Málfundafélagsins Sleipnis verður haldinn í Geislagötu 5, 2. hæð (gengið inn að norðan) miðvikudaginn 29. janúar kl. 18:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins og umræða um 45. landsfund Sjálfstæðisflokksins.
 

Stjórn Málfundafélagsins Sleipnis

----

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn í húsnæði flokksins Geislagötu 5, 2 hæð, gengið inn að norðan, miðvikudaginn 29. janúar nk. kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Sérstakir gestir fundarins verða Jens Garðar Helgason og Njáll Trausti Friðbjörnsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, samkvæmt lögum Sjálfstæðisfélags Akureyrar:


1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningsskil – (Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar hefur falið fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri umsjón með reikningum félagsins sem heimild er fyrir skv. 13. grein laga Sjálfstæðisfélags Akureyrar)

3. Ákvörðun árgjalds

4. Lagabreytingar – (engin tillaga á dagskrá fundarins)

5. Kosning formanns og stjórnar

6. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.

7. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Norðausturkjördæmis

8. Staðan í landsmálunum - Njáll Trausti Friðbertsson tekur til máls

9. Umræða um landsfund Sjálfstæðisflokksins

10. Önnur mál


Framboð til stjórnar skal tilkynna til formanns Sjálfstæðisfélags Akureyrar.


Stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar


----

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00 að Geislagötu 5, gengið inn að norðan.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um landsfundinn sem fram fer 28. febrúar til 2. mars.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningsskil
3. Kjör formanns
4. Kjör stjórnar
5. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
6. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
7. Lagabreytingar
8. Önnur mál


Seturétt á fundinum hafa þeir sem til þess hafa hlotið kjör á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 

Framboð skulu send til formanns fulltrúaráðsins á thorhallur@pedromyndir.is


F.h. stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
Þórhallur Jónsson, formaður


Borist hefur ein lagabreytingartillaga frá Ásgeir Blöndal sem hann óskar eftir að verði tekin til meðferðar á aðalfundi fulltrúaráðsins.

 

Um er að ræða orðalagsbreytingu á 12. gr. en hún hljóðar svo í dag:

 

Lögum má einungis breyta á aðalfundi með samþykki 2/3 greiddra atkvæða. Lagabreytingartillögur skulu hafa borist stjórn fulltrúaráðs, með skriflegum hætti í síðasta lagi í lok janúar ár hvert þannig að unnt verði að gera grein fyrir þeim í fundarboði aðalfundar.

 

Tillaga er um að greininni verði breytt og að hún hljóði þá svona:

 

Lögum má einungis breyta á aðalfundi með samþykki 2/3 greiddra atkvæða. Lagabreytingartillögur skulu hafa borist stjórn fulltrúaráðs, með skriflegum hætti, í síðasta lagi 31. janúar ár hvert þannig að unnt verði að gera grein fyrir þeim í fundarboði aðalfundar.

 

Til nánari útskýringa þá tel ég skýrara að kveðið verði á um dagsetningu þannig að það fari ekki á milli mála að lagabreytingartillögur verða að berast fyrir lok janúar ár hvert. Tilgangurinn er enda sá að unnt sé að geta þeirra í fundarboð í samræmi við almenn fundarsköp og eðli máls, enda verða fundarmenn að hafa haft til þess tækifæri að kynna sér framkomnar lagabreytingartillögur í tíma fyrir fund.