28. október 2025

Umræðufundur með Njáli Trausta og Júlíusi Viggó 1. nóvember

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 laugardaginn 1. nóvember kl. 10:30.

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, og Júlíus Viggó Ólafsson, formaður SUS, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.

Farið yfir stöðuna í pólitíkinni og vel heppnað sambandsþing SUS í október þar sem Júlíus Viggó var kjörinn formaður SUS - verkefnin í þinginu og þau mál sem SUS leggur áherslu á.

Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis.


Heitt á könnunni - allir velkomnir.