Boðað er til fundar í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri þriðjudaginn 2. desember kl. 20 í Geislagötu 5 (gamla Arion banka húsið - gengið inn að aftan).
Dagskrá:
1. Tillaga stjórnar fulltrúaráðs um aðferð við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2026
2. Kosning kjörnefndar (kjörnir fjórir aðalmenn og fjórir varamenn af hálfu fulltrúaráðs)
3. Önnur mál
Stjórn leggur til að röðun muni fara fram í fulltrúaráði við val á fjórum efstu sætum framboðslista í kosningunum 2026. Bæði aðal- og varafulltrúar í fulltrúaráði taki þátt í röðun. Kjörnefnd verði falið að stilla upp í önnur sæti og gera tillögu að fullskipuðum framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Seturétt á fundinum 2. desember hafa þeir sem hafa verið til þess kjörnir í fulltrúaráð á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
Vakin er athygli á því að fulltrúar í ráðinu geta gefið kost á sér í kjörnefnd með því að hafa samband við formann fyrir fundinn eða tilkynnt um það á fundinum sjálfum.


