21. febrúar 2024
Hittu þingflokkinn á opnum fundi á Akureyri 24. febrúar


Laugardaginn 24. febrúar kl. 16:30 verður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Geislagötu 5 (2. hæð) á Akureyri.
Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að hitta alla þingmenn flokksins og eiga samtal um þau málefni sem helst brenna á.
Fundurinn er liður í hringferð flokksins um landið þar sem þingmenn eiga milliliðalaust og hreinskiptið samtal við landsmenn.