Flokksráðsfundur 26. ágúst


Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar á Hilton Hótel Nordica laugardaginn 26. ágúst nk. Flokksráðið er kallað saman til fundar annað hvort ár, á móti landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Drög að dagskrá:
12:00 – 12:30
Skráning á fundinn og afhending fundargagna
12:30 – 17:30
Flokksráðsfundur
Setning fundar - Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Málefnafundur
Stjórnmálaviðhorfið
Kaffihlé
Vinna við stjórnmálaályktun í hópum
Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
Strax að loknum fundi, kokteill í Valhöll.
Nánari dagskrá verður birt þegar líður á ágústmánuð.
Hverjir sitja í flokksráði?
Á mínum síðum á xd.is er hægt að sjá hvort viðkomandi sitji í flokksráði. Farið er inn hér
með rafrænum skilríkjum. Undir Flokkurinn er svo yfirlit yfir trúnaðarstörf og þar á að standa Flokksráð. Fái einhver ekki upp þá merkingu á mínum síðum, en telji sig eiga sæti í flokksráði er viðkomandi beðinn um að senda póst á xd@xd.is til nánari skoðunar. Í skipulagsreglum flokksins má sjá undir kaflanum um flokksráð má sjá hvernig flokksráð er skipað.
Greiðsluupplýsingar
Afsláttur er veittur af þátttökugjaldi sé greitt fyrir lok dags 22. ágúst:
Almennt verð með afslætti er 5.500 kr. – sjá greiðsluhlekk hér
Verð með afslætti fyrir námsmenn og öryrkja er 4.000 kr. – sjá greiðsluhlekk hér
Almennt verð á fundinn eftir 23. ágúst er 7.000 kr. – sjá greiðsluhlekk hér
Afslættir vegna fundarins
Eftirfarandi tilboð bjóðast flokksráðsfulltrúum:
Hilton hótel Nordica. Bókað gegnum hilton.com. Opið fyrir bókanir dagana 25. – 27. ágúst. Farið er í „Special Rates“ og slegið inn í reitinn „Promotion/Offer code“ kóðanum WHPRO1 sem veitir 15% afslátt.
Bílaleiga Akureyrar – Höldur veitir gestum fundarins 15% afslátt af “hefðbundnum” bílum með afsláttarkóðanum XD2023 og 20% afslátt af rafmagnsbílum með afsláttarkóðanum XDRAF. Allt að 100 km eru innifaldir á dag. Bókanir gegnum hlekk hér .