31. júlí 2023
Heimir Örn verður formaður bæjarráðs


Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, var kjörinn formaður bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Hann hefur verið forseti bæjarstjórnar í meirihlutasamstarfi D- L- og M-lista undanfarið ár.
Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans og starfsaldursforseti bæjarstjórnar, tekur nú við af Heimi sem forseti bæjarstjórnar af Heimi en hún var áður formaður bæjarráðs frá kosningunum vorið 2022. Halla Björk var áður forseti bæjarstjórnar kjörtímabilið 2018-2022.