22. ágúst 2023
Er Akureyri uppseld?


Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til fundar um Ferðaþjónustuna á Akureyri og í landsfjórðungnum. Tökum stöðuna og spáum í framtíðina.
Skipakomur, fjöldi gesta, rútuferðir og fleira verður til umræðu á fundinum sem haldin verður í Geislagötu 5 (gamla Arion banka húsið) gengið inn að norðan.
Gestir fundarins og frummælendur verða Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnarsamlags Norðurlands, Gunnar M. Guðmundsson frá SBA Norðurleið og Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands.
Sérstakir gestir fundarins eru: Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi.
Allir velkomnir.