Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 29. febrúar


Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 20:00 að Geislagötu 5, gengið inn að norðan.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningsskil
3. Kjör formanns
4. Kjör stjórnar
5. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
6. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
7. Lagabreytingar
8. Önnur mál
Gestir fundarins eru Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Seturétt á fundinum hafa þeir sem til þess hafa hlotið kjör á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
Framboð skulu send til formanns fulltrúaráðsins.
F.h. stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
Harpa Halldórsdóttir
, formaður