9. október 2023
Umræðufundur með Diljá Mist og Njáli Trausta 14. október


Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund um utanríkis- og varnarmál í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 14. október kl. 11:00.
Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Nató-þingsins, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.
Rætt um stöðuna á alþjóðavettvangi í skugga átaka í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum og pólitísku stöðuna almennt.
Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis.
Heitt á könnunni - allir velkomnir.