Aðalfundir Málfundafélagsins Sleipnis og Sjálfstæðisfélags Akureyrar


Aðalfundir Málfundafélagsins Sleipnis og Sjálfstæðisfélags Akureyrar voru haldnir í Geislagötu 5 í gærkvöldi.
Stefán Friðrik Stefánsson var endurkjörinn formaður Sleipnis. Hann hefur gegnt formennsku í félaginu frá árinu 2011. Auk hans voru kjörin í aðalstjórn: Harpa Halldórsdóttir, Jón Orri Guðjónsson, Jón Oddgeir Guðmundsson og Ragnar K. Ásmundsson. Í varastjórn voru kjörnir: Davíð Þ. Kristjánsson, Karl Guðmundsson og Karl Ágúst Gunnlaugsson.
Í skýrslu stjórnar kom fram hjá formanni að stjórnin hefði fundað níu sinnum á starfsárinu og haldið fimm fundi í Geislagötu 5 frá því í september er flokksaðstaðan var tekin í notkun og haldnir verða tveir fundir nú í febrúar að loknum aðalfundi.
Íris Ósk Gísladóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Auk hennar voru kjörin í aðalstjórn: Jóhann Gunnarsson, Svava Þ. Hjaltalín, Vilmundur Aðalsteinn Árnason og Þórhallur Jónsson. Í varastjórn voru kjörin: Bjarni Sigurðsson, Emelía Bára Jónsdóttir, Jósavin Heiðmann Arason, Daníel Sigurður Eðvaldsson og Ragnar K. Ásmundsson.
Þórhallur Jónsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisfélagsins. Í skýrslu stjórnar sagði Þórhallur að félagið hefði leitt vinnu við að standsetja húsnæðið í Geislagötu 5 og haldið fjölda funda á starfsárinu, bæði í Geislagötu 5 (t.d. vel heppnaðan fund bæði um málefni bænda og ferðaþjónustunnar) og út í bæ, t.d. tvo fundi á Flugsafninu.
Nýkjörnum stjórnum er óskað velfarnaðar í störfum sínum.