11. janúar 2026
Fjölmennt og vel heppnað Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Takk fyrir komuna á Bæjarþingið!
Bæjarþing Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var haldið á Múlaberg á Hótel KEA í gær. Sjálfstæðismenn fjölmenntu til að ræða málefni bæjarins og var unnin þar vinna sem verður flokknum mikilvæg á komandi árum og í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 16. maí næstkomandi.
Á þinginu voru málefnum skipt í 5 flokka, fjármál og atvinnumál, menntamál, skipulags og umhverfismál, velferðarmál og önnur mál. Í hverjum flokki fyrir sig gafst fólki tækifæri til að tjá sínar skoðanir á málaflokknum og koma með hugmyndir. Allt var þetta svo gert upp á fundinum og fer í frekari vinnu hjá stjórnum félaganna.
Fundarstjóri var Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi. Í upphafi fundar las Ármann upp minningarorð um Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseta Alþingis, sem birtust á Íslendingi þegar hann lést í desember sl. og kryddaði frásögnina með sögum frá samstarfi þeirra úr kosningabaráttunni 1995 og þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs. Fundarmenn risu úr sætum Halldóri til heiðurs.
Fundarstjóri var Ármann Kr. Ólafsson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi. Í upphafi fundar las Ármann upp minningarorð um Halldór Blöndal, fyrrum ráðherra og forseta Alþingis, sem birtust á Íslendingi þegar hann lést í desember sl. og kryddaði frásögnina með sögum frá samstarfi þeirra úr kosningabaráttunni 1995 og þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs. Fundarmenn risu úr sætum Halldóri til heiðurs.
Á föstudagskvöldið var haldinn vel heppnaður hittingur með Jens Garðari Helgasyni, varaformanni Sjálfstæðisflokksins og oddvita flokksins í kjördæminu, í nýjum og glæsilegum sal á Hótel Akureyri, Lóni. Hótelið var valin glæsilegasta nýbygging liðins árs og skal engan undra, sérlega vel heppnuð uppbygging.
Næsta skref í aðdraganda kosninga er val á lista flokksins og hefur fulltrúaráð flokksins ákveðið að fari fram röðun í efstu fjögur sætin. Röðun fer fram laugardaginn 7. febrúar og eru sem flestir hvattir til að bjóða sig fram.
Umfjöllun um Bæjarþingið og fleiri myndir frá deginum
Umfjöllun um Bæjarþingið og fleiri myndir frá deginum

