10. september 2023

Umræðufundur með Guðrúnu og Njáli Trausta 14. september

Málfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) fimmtudaginn 14. september kl. 20:00.

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytja framsögu og svara fyrirspurnum.

Rætt um pólitísku stöðuna í upphafi þingvetrar og áherslur nýs ráðherra í málaflokki sínum.

Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis.

Heitt á könnunni - allir velkomnir.