31. október 2023

Staða bænda

Njáll Trausti Friðbertsson, varaformaður fjárlaganefndar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, boðar bændur til fundar við sig fimmtudagskvöldið 2. nóvember kl 20:00 í sal Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í Geislagötu 5 á 2. hæð (gengið inn að norðan).

Gestur fundarins verður María Svanþrúður Jónsdóttir rekstrarráðunautur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og mun hún fara yfir greiningu á rekstri nautgripa og sauðfjárbænda fyrstu 6 mánuði ársins 2023.

Umræður og fyrirspurnir fara fram eftir erindið.