Föst starfsstöð landhelgisþyrlu á Akureyri - fundur 15. nóvember


Sjálfstæðisfélag Akureyrar og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, boða til fundar um þingsályktunartillögu Njáls Trausta um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri.
Fundurinn fer fram á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00 .

Framsögu flytja:
Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita í Eyjafirði
Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
Fundarstjóri: Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
Allir velkomnir.