Flýtilyklar
Metþátttaka á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins
Metþátttaka er á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hófst með setningarræðu Bjarna Benediktssonar uppúr kl. 13 í dag og voru um 370 flokksráðsfulltrúar í salnum þegar fundurinn hófst en aldrei hafa fleiri sótt flokksráðsfund. Þá fylgjast fjölmargir með beinni útsendingu af fundinum.
Á eftir Bjarna ávörpuðu fundinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Til hliðar við fundinn er bein útsending þar sem ýmis málefni eru tekin fyrir, efnhagsmál, framtíð ungs fólks, húsnæðismál, menntamál, orkumál og útlendingamál.
Útsendinguna má finna hér