Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 12. apríl

Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til fundar á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli miðvikudaginn 12.apríl klukkan 17:30.

Gestir fundarins verða Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson , oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Rætt um stöðu orkumála í Norðausturkjördæmi - Orkuskiptin á láði, legi og í lofti. Uppbygging meginflutningskerfisins og í svæðisbundna kerfinu.

Hvernig standa málin varðandi frekari orkuframleiðslu í landinu? Vatnsaflið, jarðvarmi og möguleikar í vindorkunni. Hvernig náum við markmiðum um kolefnishlutleysi árið 2040?

Sjáum ykkur vonandi sem flest á Flugsafninu.

 

Sjálfstæðisfélag Akureyrar


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur