Evrópa treystir á Nató

At­hygli vakti á ný­af­staðinni ráðstefnu Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Hels­inki afstaða Finna til varn­ar- og ör­ygg­is­mála. Til um­fjöll­un­ar á ráðstefn­unni voru ör­ygg­is- og varn­ar­mál á norður­svæði Atlants­hafs­banda­lags­ins, inn­rás Rússa í Úkraínu og inn­ganga Finna og Svía í banda­lagið.

Nú hafa þjóðþing 28 af 30 aðild­ar­ríkj­um NATO samþykkt inn­göngu þess­ara vinaþjóða okk­ar í banda­lagið, ein­ung­is Ung­verj­ar og Tyrk­ir eiga form­lega eft­ir að samþykkja inn­göngu­ferlið.

Í upp­hafi ráðstefn­unn­ar héldu m.a. Sauli Ni­inisto for­seti Finn­lands, Matti Van­han­en þing­for­seti, Antti Kaik­kon­en varn­ar­málaráðherra og Pekka Olavi Haavisto ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands er­indi um varn­ar- og ör­ygg­is­mál Finna, um­sókn þeirra og stöðuna í Evr­ópu.

ESB ekki fært um að sinna varn­ar­hlut­verki

Í umræðum á ráðstefn­unni var sjón­um beint að aðild­ar­um­sókn Finna og Svía að NATO. Um­tals­efni var hvort reglu­verk og aðild að ESB dygði ekki til að tak­ast á við ógn­ir og sam­eig­in­leg­ar varn­ir. Var þar vitnað til grein­ar 42.7 sem er hluti af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins og var inn­leidd með Lissa­bon­sátt­mál­an­um og fjall­ar um sam­eig­in­leg­ar varn­ir í ör­ygg­is­mál­um Evr­ópu­sam­bands­ríkja. Sam­bæri­leg umræða átti sér stað hér á landi í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu þar sem nokkr­ir Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar héldu því fram að ör­yggi og vörn­um Íslands yrði best borgið inn­an ESB.

Laga­grein­in inni­halds­laus

Í umræðunum benti finnski ut­an­rík­is­ráðherr­ann á þá aug­ljósu staðreynd að ekki væri hægt að treysta á varn­ar­banda­lag ESB þar sem laga­greinin um­rædda tryggði eng­ar varn­ir í Finn­landi. Á bak við grein­ina stæði ekk­ert þegar á reyndi; eng­in um­gjörð væri til um nein­ar varn­ir, eng­ir her­menn og hvað þá heræf­ing­ar. Það er erfitt að byggja varn­ir og ör­yggi á laga­grein­um ein­um og sér þvert á það sem mætti ætla hér á landi miðað við mál­flutn­ing þing­manna Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skömmu eft­ir inn­rás­ina.

Finn­ar fóru í ít­ar­lega skoðun á hvernig ör­yggi og vörn­um lands­ins yrði best fyr­ir komið eft­ir inn­rás Rússa sem lauk með því að þeir sóttu form­lega um inn­göngu í Atlants­hafs­banda­lagið. Ástæða um­sókn­ar Svía og Finna að NATO er ein­mitt sú að inn­an NATO er raun­veru­legt banda­lag um varn­ir og ör­yggi.

Af­drátt­ar­laus svör

Af­drátt­ar­laus svör Finna varðandi varn­ar- og ör­ygg­is­mál í Evr­ópu og umræða ráðstefn­unn­ar um breytta stöðu inn­an álf­unn­ar vekja spurn­ing­ar um stöðu varn­ar­mála inn­an Evr­ópu. Þegar Finn­ar og Sví­ar verða orðnir aðild­ar­ríki að NATO verða 23 af 27 þjóðríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins hluti af banda­lag­inu, ein­ung­is Aust­ur­ríki, Írland, Kýp­ur og Malta munu standa fyr­ir utan.

80% fjár­fram­laga til varn­ar­mála inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins koma frá þeim níu ríkj­um sem standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins og um 20% frá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um.

Þessi hlut­föll gætu breyst og þurfa að breyt­ast á næstu árum nú þegar veru­leik­inn í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Evr­ópu hef­ur tekið stakka­skipt­um eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Við norðan­vert Norður-Atlants­hafið leika Banda­rík­in, Bret­land, Kan­ada og Nor­eg­ur stórt hlut­verk inn­an NATO í að tryggja varn­ar- og ör­ygg­is­mál og þar veg­ur styrk­ur Evr­ópu­sam­bands­ins ekki þungt. Lær­dóm­ur­inn af inn­rás Rússa er sá að við stönd­um veikt í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um og fleiri þjóðir þurfa að leggja meira til mál­anna á vett­vangi NATO.


Njáll Trausti Friðbertsson
alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Nató-þingsins


Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. október 2022.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur