Allar greinar

„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar

„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar í grein um styttingu þjóðvegarins. Hann telur forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Margt mæli með gerð nýs vegar og nefnir að Húnavallaleið sé talin ein af arðsömustu vegaframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag auk þess sem umferðarsérfræðingar telji að styttingin ein og sér muni leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi.

Óheilindi hverra?

Óheilindi hverra?

Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt.

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um varaflugvallagjaldið og uppbyggingu flugvallakerfisins í ljósi þess að lagt hafi verið fram á þingi frumvarpi um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð sem tryggi flugöryggi.

Tilefni til að afnema ríkiseinokun

Tilefni til að afnema ríkiseinokun

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um nýja stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofu, sem kemur í stað Menntamálastofnunar. Mikilvægt sé að nýta tækifærið til breytinga á útgáfustarfsemi í menntamálum og afnema einokun ríkisins á útgáfu námsgagna, menntun barnanna okkar til heilla.

Til fundar við fólk um land allt

Til fundar við fólk um land allt

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins heldur nú til fund­ar við lands­menn. Fimmta árið í röð fer þing­flokk­ur­inn í hring­ferð og hitt­ir fólk í sinni heima­byggð, á stór­um jafnt sem smá­um fund­um á vinnu­stöðum, fé­lags­heim­il­um og í heima­hús­um um land allt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður, og Vilhjálmur Árnason, ritari, skrifa um ferðina.

Við áramót

Við áramót

Við áramót fer Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, yfir liðið ár þar sem ber hæst að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með L-lista og Miðflokki að loknum kosningum í vor.

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Metnaðarfull áætlun fyrir sveitarfélagið

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur