Við áramót

Árið sem nú er á enda er ár stórra áskor­ana.

Í árs­byrj­un blasti við að eitt af stærstu verk­efn­um árs­ins yrði að tryggja Grind­vík­ing­um hús­næði. Eld­gos­um við Sund­hnúks­gíga hafa fylgt slík­ar ham­far­ir að 4.000 manns, um 1% þjóðar­inn­ar, þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín. Innviðum sem þjóna tug­um þúsunda var ógnað. Við Íslend­ing­ar stóðum frammi fyr­ir einni stærstu áskor­un lýðveld­is­tím­ans og enn er mik­il virkni á svæðinu.

At­b­urðirn­ir hóf­ust þegar sam­fé­lagið var að jafna sig eft­ir heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru.

Ljóst varð hversu far­sælt það reynd­ist að byggja upp viðnámsþrótt í rík­is­fjár­mál­un­um eins og rík­is­stjórn­irn­ar und­an­far­inn ára­tug gerðu. Þeim ákvörðunum var að þakka að okk­ur tókst að tak­ast á við áföll­in.

Bar­átt­an gegn verðbólg­unni og fyr­ir lægri vöxt­um var í for­gangi á ár­inu. Ánægju­legt var að sjá vaxta­lækk­un­ar­ferlið hefjast og aðgerðir til að ná tök­um á verðbólg­unni skila ár­angri. Halda þarf áfram á þeirri braut sem mörkuð hef­ur verið.

Ný rík­is­stjórn tek­ur við góðu búi. Staða rík­is­sjóðs er sterk, lang­tíma­horf­ur í hag­kerf­inu góðar og skulda­hlut­föll hóf­leg. Þrátt fyr­ir áföll­in hef­ur af­kom­an und­an­far­in ár farið langt fram úr spám og all­ar for­send­ur eru fyr­ir mjúkri lend­ingu.

Á ár­inu fögnuðum við 80 ára lýðveldisaf­mæli. Stolt horf­um við um öxl. Á lýðveld­is­tím­an­um höf­um við byggt upp landið okk­ar, sterka at­vinnu­vegi, innviði og fé­lags­legt ör­ygg­is­net þannig að lífs­kjör á Íslandi mæl­ast í fremstu röð. Hluti af sjálfs­mynd Íslend­inga er að standa öðrum fram­ar þegar kem­ur að jafn­rétti, mann­rétt­ind­um og frelsi fólks til að vera það sjálft.

Lýðveld­is­stofn­un­in grund­vallaðist á hrein­skipt­inni umræðu og lýðræðis­leg­um kosn­ing­um. Rök­ræða, byggð á opn­um skoðana­skipt­um og skýrri framtíðar­sýn, varðaði veg­inn til fram­fara. Um þessi gildi þarf áfram að standa traust­an vörð.

Árið 2024 var ár kosn­inga. Fram fóru bæði for­seta­kosn­ing­ar og kosn­ing­ar til Alþing­is. Kosn­ingaþátt­taka er mæli­kv­arði á lýðræðis­lega þátt­töku og gef­ur vís­bend­ing­ar um al­menn­an áhuga á stjórn­mál­um, traust til stjórn­valda og virkni lýðræðis­legra ferla. Í ný­lega yf­ir­stöðnum kosn­ing­um til Alþing­is og í for­seta­kosn­ing­un­um var kjör­sókn yfir 80% eða með því besta sem ger­ist á heimsvísu.

Dag­ar tveggja flokka stjórna virðast tald­ir. Flókn­ara er fyr­ir kjós­end­ur að sjá rík­is­stjórn­ar­mynst­ur fyr­ir og mála­miðlan­ir óumflýj­an­leg­ar. Kjörn­ir full­trú­ar verða að rísa und­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir breyttu lands­lagi og greina af heil­ind­um frá því hvaða leiðir þeir telja fær­ar. Án þess er hætta á að traust á lýðræðis­leg­um ferl­um verði fyr­ir skaða.

Þó að Ísland sé friðsælt land eru blik­ur á lofti í ekki svo friðsæl­um heimi. Okk­ar skylda er að huga að eig­in vörn­um og styðja við banda­menn í vörn­um sín­um, rétt eins og við ætl­umst til að þeir gerðu væri á okk­ur ráðist. Ekki er gagn­kvæmt úti­lok­andi að vera friðelsk­andi þjóð ann­ars veg­ar og að verja þau gildi sem til­vist okk­ar grund­vall­ast á hins veg­ar. Alþjóðavæðing veld­ur því að við erum óhjá­kvæmi­lega þátt­tak­end­ur stríða. Í al­gleymi er upp­lýs­inga­hernaður og áróðurs­stríð þar sem netárás­ir eru orðnar tíðari og fals­frétt­um er beitt skipu­lega í því skyni að hafa áhrif á umræðu og þannig lýðræðið sjálft.

Stríðið í Úkraínu og átök­in fyr­ir botni Miðjarðar­hafs hafa á ár­inu haldið áfram að minna okk­ur á að lífs­gæði okk­ar Íslend­inga mega aldrei telj­ast sjálf­sögð. Bar­átta fyr­ir friði, virðingu fyr­ir alþjóðalög­um, sjálfs­ákvörðun­ar­rétti þjóða, lýðræði og mann­rétt­ind­um, öllu því sem legg­ur grunn að til­veru og lífs­gæðum Íslend­inga, er ávallt okk­ar bar­átta með bein­um eða óbein­um hætti, hvar sem hún fer fram.

Á ólgu­tím­um þarf þjóðin öfl­ugt varn­ar- og ör­ygg­is­sam­starf við vinaþjóðir. Þá þarf að leggja áherslu á sterk tengsl við önn­ur lönd og tryggja stuðning, sam­vinnu og áfram­hald­andi áherslu á gerð viðskipta­samn­inga. Með hraðri tækniþróun verða netárás­ir al­geng­ari og geta þær haft al­var­leg áhrif á tækni­lega innviði lands­ins.

Í októ­ber tók ég erfiða ákvörðun um að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Sam­starfi sem hafði gengið vel að mörgu leyti og er ein­stakt í sögu þriggja flokka stjórna. Að mínu mati var þó komið að leiðarlok­um. Boðað var til kosn­inga í lok nóv­em­ber og háð snörp kosn­inga­bar­átta.

Úrslit kosn­ing­anna sýndu að hér eins og víða ann­ars staðar er hart sótt að stjórn­ar­flokk­um, ekki síst þeim sem hafa lengi verið við völd, og nýir, oft óreynd­ir flokk­ar, geta kom­ist að.

Niður­stöður kosn­ing­anna sýndu styrk Sjálf­stæðis­flokks­ins, sjálf­stæðis­stefn­an hélt velli og flokk­ur­inn átti sterk­an varn­ar­sig­ur. Þótt niður­stöður kosn­ing­anna sýni sögu­lega lægð munaði aðeins einu pró­senti á fylgi flokks­ins og þess sem flest at­kvæði fékk. Góður upp­takt­ur var í kosn­inga­bar­áttu flokks­ins og fylgið vax­andi fram á síðustu stundu. Úr þess­ari stöðu eru mik­il sókn­ar­færi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn ef rétt er á mál­um haldið.

Niður­stöður kosn­ing­anna skila rík­is­stjórn með litla reynslu. Einn stjórn­ar­flokk­anna bygg­ir ekki á lýðræðis­legu fyr­ir­komu­lagi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun rísa und­ir sinni ábyrgð og beita reynslu og styrk­leik­um sín­um af þunga í stjórn­ar­and­stöðu. Okk­ar stefna bygg­ir á því að trúa á kraft­inn í fólk­inu sem hér býr. Öllu skipt­ir að sköpuð séu jöfn tæki­færi fyr­ir alla til að skapa sér bjart­ari framtíð. Hið op­in­bera á allt und­ir því að kraft­mik­il verðmæta­sköp­un eigi sér stað á Íslandi svo fjár­magna megi skólastarf, heil­brigðisþjón­ustu, fé­lags­legt ör­ygg­is­net og upp­bygg­ingu innviða. Styðja þarf óhikað áfram við sjálf­bæra nýt­ingu auðlind­anna, bæði í hafi og á landi. Þróun lífs­kjaranna helst í hend­ur við getu okk­ar til að skapa verðmæti og tryggja sam­keppn­is­hæfni lands­ins.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hjálp­ar lítið til þess að skilja hvað blas­ir við þeim sem eru úti í at­vinnu­líf­inu og þurfa hvatn­ingu, stuðning og tæki­færi til að geta skilað sterku og blómstrandi at­vinnu­lífi. Er­ind­rek­ar hins op­in­bera verða alls­ráðandi en skort­ur er á fólki sem þekk­ir af eig­in raun lög­mál at­vinnu­rekstr­ar og mik­il­vægi hvetj­andi um­hverf­is.

Við lok sam­felldr­ar stjórn­ar­setu Sjálf­stæðis­flokks­ins frá ár­inu 2013 er mér efst í huga þakk­læti fyr­ir það traust sem okk­ur hef­ur ít­rekað verið sýnt.

Und­an­far­inn rúm­ur ára­tug­ur hef­ur verið mikið umbreyt­ing­ar­skeið í ís­lensku sam­fé­lagi. Við losuðum um höft og greidd­um úr eft­ir­mál­um falls fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna með framúrsk­ar­andi hætti fyr­ir þjóðarbúið. Skuld­astaða heim­ila, fyr­ir­tækja og hins op­in­bera hef­ur gjör­breyst til hins betra, komn­ar eru nýj­ar og traust­ar stoðir fyr­ir verðmæta­sköp­un og hug­verka­drif­inn iðnaður sæk­ir fram. Sam­fé­lagið allt hef­ur vaxið og dafnað á flest­öll­um sviðum og okk­ur Íslend­ing­um fjölgað. Enn erum við í sókn þrátt fyr­ir að hafa tek­ist á við ein­hverj­ar mestu áskor­an­ir lýðveld­is­tím­ans.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun byggja sig upp utan stjórn­ar á grunni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar með virku sam­tali við fólkið um allt land. Um leið ætl­ar flokk­ur­inn að rækja leiðandi hlut­verk sitt í stjórn­ar­and­stöðu af ábyrgð og festu, veita með því nýrri stjórn und­ir vinstri for­ystu aðhald.

Ég óska lands­mönn­um öll­um far­sæls og gleðilegs nýs árs.


Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook